Tix.is

Um viðburðinn

AÐSTANDANDI

Það að horfa á ástvin verða fíkninni að bráð er með því erfiðara sem hægt er að upplifa. Fíknivandi er einn af stórum samfélagslegum vanda sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Fíknin breytir karakter ástvina okkar oft það mikið að við þekkjum þá ekki lengur.
Námskeiðið "Aðstandandinn" miðar að því að skoða hvernig alkóhólisminn/fíknisjúkdómurinn snertir samskipti okkar og þess sem þjáist af sjúkdómnum og hvernig við getum nálgast alkóhólistann/fíkilinn á sem heilbrigðastan máta.
Baldur þekkir þennan vanda frá öllum hliðum og kynnir hér stuttlega nálgun sem hann hefur beitt til þess að hjálpa fólki sem er að fást við fíknihegðun með góðum árangri.