Tix.is

Um viðburðinn

Ekki missa af THE LITTLE SHOP OF HORRORS á HRYLLILEGRI HREKKJAVÖKU Föstudagspartísýningu 30. okt. kl.20:00! Eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Nördalegi blómasalinn Seymour vonast eftir því að líf hans eigi eftir að breytast til hins betra. Hann kaupir blóðþyrsta mannætuplöntu af kínverskum götusala og hlutirnir taka strax dýfu niðrávið þar sem Seymour á erfitt með að standast kröfu plöntunnar um að "GEMMÉR". Litla hryllingsbúðin er einn vinsælasti kvikmyndasöngleikur sem gerður hefur verið!