Tix.is

Um viðburðinn

Hið klassíska verk Cyrano De Bergerac er hér í uppfærslu Breska Þjóðleikhússins með James McAvoy í aðalhlutverki í leikstjórn Jamie Lloyd.

Cyrano reynir að heilla hina fallegu Roxane, þrátt fyrir að vera með ógnarstórt nef sem fellur ekki að útlitskröfum samfélagsins. Hann beitir krafti orðanna, enda gríðarlega tungulipur, en er það nóg til þess að vinna ástir Roxane?

Martin Crimp aðlagar meistaraverk Edmond Rostand á þann hátt sem honum einum er lagið og beitir til þess öllum tækjum tungumálsins í þessari nýstárlegu uppfærslu!

Cyrano de Bergerac hefur hlotið stórkostlega dóma í heimalandinu og var nýlega tilnefnd til 5 Olivier verðlauna, m.a. fyrir besta leik (James McAvoy) og besta leikstjóra!

  • ATHUGIÐ! Árskort, klippikort, frímiðar gilda ekki á þessar sýningar!

"James McAvoy gives a stunningly powerful performance"   - Evening Standard