Tix.is

  • Frá 09. október
  • Til 11. október
  • 13 dagsetningar
Miðaverð:500 - 5.000 kr.
Um viðburðinn

Hvammstangi International Puppet Festival er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, Norðurlandi vestra, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Brúðulistahátíðin HIP verður haldin 9. - 11. október, á hátíðinni verður boðið upp á 12 sýningar með listamönnum af 9 þjóðernum, úrvali vinnusmiðja fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og atvinnumenn, og úrval brúðubíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrirtæki Heather Henson í Bandaríkjunum. Meira en 60% viðburða hátíðarinnar eru ókeypis fyrir áhorfendur. Hér gefst þér færi á að bóka á þá viðburði þar sem miðar eru seldir. Alla dagskrá hátíðarinnar má nálgast á www.thehipfest.com.