Tix.is

Um viðburðinn

Salurinn og landslið píanóleikara á Íslandi fagna 250 ára afmæli Ludwigs van Beethoven með tónleikaröðinni Beethoven í 250 ár.

Beethoven samdi 32 píanósónötur sem spanna nær alla ævi hans eða árin 1795 – 1827. Nú hafa píanóleikarar á Íslandi tekið sig saman og sameinast um að flytja allar píanósónöturnar á 9 tónleikum í Salnum.

Frítt er inn á fyrstu tónleika raðarinnar sem verða óhefðbundnir að því leitinu til að flutt verður upptaka af Kristínu Jónínu Taylor og Bryan Stanley flytja sónöturnar. Þau eru búsett í Bandaríkjunum og komast því miður ekki til landsins.

 

Efnisskrá:

Mynd- og hljóðupptaka

 

Píanósónata nr. 2 í A-dúr, opus 2 nr. 2              
Píanóleikari:       Kristín Jónína Taylor

                             

Hlé

 

Píanósónata nr. 28 í A-dúr, opus 101 
Píanóleikari:       Bryan Stanley      


Arnar Jónsson leikari les stutta pistla úr þýðingum Árna Kristjánssonar píanóleikara um Beethoven á undan hverri sónötu.                                                                  

 

Um flytjendur:

Dr. Bryan Stanley er píanóleikari og tónskáld. Verk hans hafa verið gefin út af Hal Leonard, Boosey & Hawkes og G. Schirmer. Tónsmíði hans fyrir píanó, hljómsveitir, kammertónlist og rödd hafa verið flutt meðal annars af Caritas Symphonia í San Francisco, Siaulei Piano Duo Festival í Litháen Hann starfar við kennslu í Omaha og starfar með Opera Omaha, sem meðal annars er flutningur á verkum Philip Glass.

Dr. Kristín Jónína Taylor er íslensk – amerískur píanóleikari sem hefur fengið góðar undirtektir fyrir flutning sinn á Norrænum verkum víða um heim. Kristín hefur í tvígang hlotið Fulbright styrkinn í fyrra sinnið fyrir rannsóknir á Píanó konsertum Jóns Nordal og í síðara skiptið fyrir rannsóknir á tónverkum Þorkels Sigurbjörnssonar. Hún er „Keyboard Area Coordinator“ í Nebraska Háskólanum í Omaha og kemur reglulega fram með Bryan Stanley í Altantic Piano Duo. Kristín Jónína er Steinway Artisti.


Beethoven í 250 ár er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs, Mennta- og menningarmálaráðuneyti – Tónlistarsjóði og Tónlistarfélagi Reykjavíkur.