Tix.is

Um viðburðinn

*Athugið takmarkaður miðafjöldi*

Kæru vinir!

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á tónlistar- og sögudagskrá föstudaginn 25.september kl. 19:30 í Hörpu.

Um er að ræða einstaka dagskrá um Sesselju Sigvaldadóttur og son hennar Sigvalda Kaldalóns sem var eitt af okkar þekktustu tónskáldum. Dagskráin gefur innsýn í tímana sem hann lifði, æsku í skjóli móður sinnar og fólksins sem umvafði hann. Hún fjallar einnig um hvernig fólkið við Ísafjarðardjúp hvatti hann til að opinbera tónlist sína.

Höfundur dagskrárinnar er okkar ástsæla leikkona, Grímuverðlaunahafi og heiðurslistamaður Reykjavíkur, Guðrún Ásmundsdóttir.

Flytjendur
Alexandra Chernyshova,  sópran
Gerður Bolladóttir, lýrískur, sópran
Rúnar Þór Guðmundsson, tenór
Þórhallur Barðasson, baríton
Einar Bjartur Egilsson, píanóleikari

Guðrún Ásmundsdóttir og séra Bjarni Karlsson flytja sögudagskrána.

Viðburðurinn er settur upp með tilliti til sóttvarna.
Gætt verður að fjarlægðamörkum og takmarkað miðaframboði.

Umsjón: Dream Voices 

Guðrún Ásmundsdóttir (f.1935) leikari, leikstjóri og höfundur dagskrárinnar. Guðrún er landsmönnum að góðu kunn fyrir áratuga starf í þágu leiklistar. Árið 2018 fékk Guðrún heiðursverðlaun Grímunnar og árið 2009 varð heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur. Árið 2003 Guðrún skrifaði leikritið „Ólafía“ með Eddu Björvinsdóttir í aðalhlutverki. Fyrir verkið „Kaj Munk“ sem "Leikhúsið í kirkjunni" hóf sýningar á 4. janúar 1987, á dánardegi skáldprestsins,  hlaut Guðrún verðlaun frá Bent Koch í Kaupmannahöfn. Verkið var einnig sýnt á Íslandi í Kaupmannahöfn, í Málmey og Vedersö, í sóknarkirkju Kaj Munks.  Árið 2000 gaf Guðrún út barnabók „Lóma“ um tröllastelpu sem kom til Reykjavíkur til að læra að lesa, því enginn gat lesið í Hrollaugsdal. Guðrún lek í mörgum bíomyndum, þekktust eru Morðsaga (1977), Hvað býr í blýhólknum (1971), Foxtrot (1988) og flr.

Alexandra Chernyshova (f.1979) sópransöngkona, tónskáld og kennari. Hún var valin í hóp 10 framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2014 fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi. Hún lauk M.Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands, M.Ed. frá Háskólanum í Kiev, meistaragráðu í óperusöng og söngkennaraprófi frá Odessa tónlistarakademíunni og  Kiev Glier High Music College og sömuleiðis BA frá National Kiev Linguistic University, hún lauk 8 stíg í píanó frá Kiev Tónlistarskóla N1. Auk þess stundaði Alexandra óperusöng hjá Michael Trimble Opera Institute og Katja Ricciarelli Opera Academy, lied og kamer söng hjá Pr.Hanno Blascke sömuleiðis. Hún hóf feril sinn á sviði sem einsöngvari hjá Kiev Academical Musical Theater of Opera and Ballet. Alexandra söng með Kiev National Radio Orquestra, New York Contemporary Opera, auk þess sem hún hefur sungið sem einsöngvari með Óperu Skagafjarðar og flr. Alexandra hefur sungið víða um Ísland, Evrópu, New York og líka í Kína og Japan. Alexandra hefur gefið út þrjá einsöngsdiska „Alexandra soprano“ (2006), „Draumur“ með rómantískum lögum eftir Sergei Rachmaninov (2008) og „You and only you“ (2011). Nýlega Alexandra komst inn í top tíu bestu með laginu Ave María úr frumsömdu óperunni „Skáldið og Biskupsdóttirin“ í World Folk Vision alþjóðalegri tónlistarskeppni.

Gerður Bolladóttir (f.1967) sópransöngkona og tónskáld, byrjaði ung að syngja í kirkjunni hjá prestinum föður sínum, en hóf formlegt söngnám 18 ára gömul við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún lauk burtfararprófi í söng undir handleiðslu Sigurðar Demetz Franssonar og stundaði framhaldsnám við Indiana University, School of Music í Bloomington í Bandaríkjunum, þar sem helstu kennarar hennar voru Martina Arroyo og Klara Barlow. Gerður hefur haldið tónleika víðsvegar á Íslandi, Bandaríkjunum, Grænlandi, í Færeyjum og Petúrsborg. Hún hefur aðallega einbeitt sér að ljóðasöng og kirkjutónlist. Árið 2004 kom út diskurinn Jón Arason in memoriam með Gerði og Kára Þormar orgelleikara. Sömuleiðis gaf hún út geisladisk með íslenskum þjóðlögum í útsetningum Ferdinand Rauter og Önnu Þorvaldsdóttur.

Rúnar Þór Guðmundsson (f.1972) tenór söngvari, byrjaði snemma að læra tónlist í Tónlistarskóla Keflavíkur og lærði meðal annars á trompet/althorn og gítar. Árið 1998 byrjaði Rúnar í karlakór keflavíkur samfara því hóf hann söngnám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar undir handleiðslu Sigurðar Sævarssonar . Árið 2001 hóf hann nám í Söngskóla Reykjavíkur undir handleiðslu Guðmundar Jónssonar og samfara því sótti hann einkatíma hjá Sigurði Demetz sem hafði verið stórt nafn í óperuheiminum í Evrópu og meðal annars sungið á La Scala í Milanóborg á Italíu. Rúnar lauk burtfararpófi í söng árið 2008 með hæstu einkunn undir handleiðslu Guðbjörns Guðbjörnssonar. 2009 - 2010 flutti Rúnar til Ítalíu þar sem hann tók einkatíma hjá Kristjáni Jóhannsyni, tenór, sem sungið hefur í stórum húsum um allan heim. Rúnar Þór hefur tekið þátt í fjölda Masterclass með kennurum frá öllum heimshornum. Árið 2010 var Rúnar Þór í öðru sæti í alþjóðlegri söngvarakeppni í New York, USA. Á námstímanum á Íslandi söng Rúnar í Óperustúdíói Íslensku Óperunnar og kom fram á tónleikum á vegum íslensku Óperunnar. Rúnar flutt til Noregs í nokkur ár og tók þátt í fjölda verkefna þar en er núna kominn aftur til Íslands og þegar byrjarður að láta að sér kveða á söngsviðinu. 

Þórhallur Barðason (f.1973) barítón söngvari er frá Kópaskeri. Hann kláraði 8. stig frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1999. Sama ár hóf hann einkanám í söng hjá Professor Helene Karusso í Vínarborg og gerðist gestanemandi við Tónlistarháskólann í sömu borg. Árin 2000 - 2002 hóf Þórhallur einkanám í óperusöng hjá Kammersänger Hugh Beresford ásamt gestanámi við Tónlistarháskólann. Haustið 2002 - 2011 starfaði hann við tónlistarskóla A-Hún. á Blönduósi sem söngkennari ásamt því að stjórna Samkórnum Björk. Snemmárs 2012 tók Þórhallur við stjórnun nýstofnaðs kórs: Karlakórs Sjómannaskólans og stjórnaði honum til 2014. Kórinn varð hlutskarpastur í Söngkeppni Framhaldsskólanna vorið 2012. Árin 2011 - 2013 stundaði Þórhallur söngkennara- og stjórnunarnám hjá Royal Schools of Music en sat á skólabekk í Söngskólanum í Reyjkjavík. Þórhallur er nú með gráðuna Licentiate of the Royal Schools of Music í söngkennslu og tónlistarstjórnun. Frá janúar 2015 hefur Þórhallur verið söngkennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja og stjórnar Karlakór Vestmannaeyja sem stofnaður var vorið 2015.

Árni Heiðar Karlson (f.1975) hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi síðustu tvo áratugina bæði sem píanóleikari með söngvurum og hljóðfæraleikurum, og sem lagahöfundur, tónskáld, og stjórnandi í leikhúsum og kvikmyndum með kórum og hljómsveitum í margvíslegum tónlistarstefnum en hann hlaut Grímuna 2016 fyrir bestu leikhústónlist ársins fyrir tónlistina í leikritunu Njála sem sett var upp á stóra sviði Borgarleikhússins. Árni Heiðar hefur gefið frá sér sex jassplötur með eigin tónsmíðum, ”Q” (2001) og Mæri (2009) og Mold (2013), Hold (2014), Flæði (2018) og Flæði II (2019). Haustið 2019 gáfu Gissur Páll Gissurarson og Árni Heiðar frá sér plötuna Við nyrstu voga með íslenskum sönglögum. Árni Heiðar lauk Mastersgráðu frá Háskólanum í Cincinnati árið 2003 undir leiðsögn dr. William Black, en áður stundaði hann nám hjá Martino Tirimo í London, Rob Madna Tónlistarháskólanum í Amsterdam, og Halldóri Haraldssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík.