Tix.is

Um viðburðinn

Vorblót: Hátíðarpassi - 6.400 kr. (Smellið á hlekk til að kaupa)

Laugardaginn 5. júní verður dansverkið The Practice Performed 050621 frumsýnt á danshátíðinni Vorblót sem er samstarf Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival.

The Practice Performed er dansverk sem skapað er í rauntíma. Í verkinu eru allir þættir - hreyfing, tónlist og ljós - skapaðir í augnablikinu og til verður einstök sýning í hvert skipti sem verkið er flutt.

Hvert verk er aðeins sýnt einu sinni og á sína eigin kennitölu. Þannig verður mánudagssýningin The Practice Performed 070621, o.s.fv. Uppbygging verksins byggir á tilviljun. Í upphafi verða áhorfendur vitni að því að dregið er um þætti verksins, þ.e. hve margir dansarar eru á sviði hverju sinni, hvaða dansarar, og í hve langan tíma í senn. Niðurstaðan er uppbyggingin á verki kvöldsins.

Hugmyndin er að skapa heim þar sem áhorfendum gefst tækifæri til þess að upplifa brothættu augnablikin þegar ákvarðanir eru teknar í sköpun í rauntíma. Í The Practice Performed er þessum augnablikum gefið jafnt vægi og því sem fyrirfram er búið að hanna og slípa til fyrir áhorfandann. Þetta er brothættur heimur þar sem allt getur gerst.

Verkið er ein birtingarmynda rannsóknarverkefnisins EXPRESSIONS: the power and politics of expectations in dance sem danshöfundurinn Steinunn Ketilsdóttir leiðir í samvinnu við hóp listamanna. Verkið byggir á hugmyndaheimi og aðferðafræði rannsóknarinnar þar sem er tekist er á við áhrif væntinga í listdansi.

Aðstandendur:
Steinunn Ketilsdóttir - danshöfundur / choreographer
Erla Rut Mathiesen - dansari / dancer
Halla Ólafsdóttir - dansari / dancer
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir - dansari / dancer
Snædís Lilja Ingadóttir - dansari / dancer
Védís Kjartansdóttir - dansari / dancer
Yelena Arakelow - dansari / dancer
Áskell Harðarson - tónlist og hljóðheimur / music composer and ambient
Kjartan Darri Kristjánsson - ljósahönnuður / light design
Alexía Rós Gylfadóttir - búningahönnuður / costume design
Erla Rut Mathiesen - verkefnastjórn / project manager

Samstarfssaðiliar:
Dansverkstæðið
Tjarnarbíó

Styrktaraðilar:
Mennta - og menningarmálaráðuneytið
Sviðslistasjóður
Listamannalaun


Vorblót 2021