Tix.is

Um viðburðinn

ATH! Reglur um fjarlægðar- og samkomutakmarkanir gilda ekki fyrir börn 15 ára og yngri. Þar sem þetta er fjölskyldusýning og hátt hlutfall gesta eru börn verður selt í aðra hverja sætaröð en aðeins eitt autt sæti haft milli ótengdra. Æskilegt er að ótengdir fullorðnir einstaklingar hafi því barn yngra en 15 ára á milli sín við val sæta.

ATH! Til að hámarka sætanýtingu í takmörkuðu sætaframboði áskilur Tjarnarbíó sér rétt til að færa leikhúsgesti til í salnum eftir að miðar hafa verið keyptir. Við gætum þess að hafa tilfærslurnar minnihátar.


Einlæg fjölskyldusýning um veruleika flóttabarnsins Alex, eftir leikhópinn LaLaLab.


„Tré sem lifir við réttar aðstæður, er tré sem hefur góð áhrif á umhverfi sitt.“


Dag einn þegar Alex er að leik í garði sínum, kemur stór jarðskjálfti. Alex missir fjölskyldu sína og heimili sitt á augabragði. Það eina sem er eftir, er sítrónutré fjölskyldunnar. Hann tekur ákvörðun um að bjarga því litla sem hann á eftir og leggur því í langt ferðalag og lendir í ýmsum hrakförum við að finna sér og tré sínu nýtt heimili.

Leikstjórarnir Sara Martí (SmartíLab) og Agnes Wild (Miðnætti) taka nú höndum saman og töfra fram barnasýningu á nýstárlegan hátt. Með aðstoð vídjótækni og fagurra teikninga Elínar Elísabetar, sköpum við úrklippu-sýningu, þar sem leikararnir myndstýra verkinu fyrir framan áhorfendur. Lifandi tónlist semur og spilar Sóley.

Sýningin er 45 mínútur


Leikstjórar/höfundar: Sara Martí og Agnes Wild
Leikarar: Kjartan Darri Kristjánsson og Elísabet Skagfjörð
Teiknari: Elín Elísabet Einarsdóttir
Tónlist og lifandi hljóðmynd: Sóley (Sóley Stefánsdóttir)
Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir
Hljóðmynd: Stefán Örn Gunnlaugsson
Lýsing og myndvinnsla: Ingi Bekk