Tix.is

Um viðburðinn

Þjóðleikhúsið leggur allt kapp á að gæta öryggis gesta og starfsfólks í góðu samráði við sóttvarnaryfirvöld. Vegna fjarlægðartakmarkana er leikhúsgestum raðað í sæti af miðasölu til þess að tryggja að bil milli gesta sé í samræmi við sóttvarnarreglur. Úthlutun á sætum fer fram 24 tímum áður en sýning hefst og leikhúsgestir fá send sætanúmer í tölvupósti fyrir klukkan 14:00 daginn fyrir sýningu. Ef miðin hefur ekki borist fyrir þann tíma vinsamlega hafðu samband við miðasölu og við leysum málið.

Þegar gestir mæta í leikhúsið verða sæti merkt með nafni og tilgreint hvar börn og fullorðnir eiga að sitja. Við biðjum ykkur vinsamlega að fylgja þeim merkingum.

Hrífandi brúðusýning án orða um óvænta vináttu

Vala er forvitin og uppátækjasöm stelpa með brennandi áhuga á himingeimnum. Kvöld eitt brotlendir geimskip í garðinum hennar. Og viti menn! Vala kemur geimskipinu á loft og leggur upp í ævintýralegt ferðalag um sólkerfið. Þar kynnist hún geimverunni Fúmm og þrátt fyrir að þau séu í fyrstu smeyk hvort við annað myndast með þeim dýrmæt vinátta. Geim-mér-ei er heillandi og skemmtileg brúðusýning um ævintýraþrá, áræðni og vináttu.


Tilvalin fyrsta leikhúsupplifun!
Sýningin er flutt án orða með lifandi tónlist og hentar því börnum með ólík móðurmál.

Aldursviðmið: 2ja ára og eldri.

Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
– Leiklistarráði.