Tix.is

Um viðburðinn

Eftir frábæran árangur leikárið 20/21 snýr þessi verðlaunasýning aftur í Tjarnarbíó í ágúst og september.

4 1/2 stjarna  - Fréttablaðið

„Niðurstaða: Magnað ferðalag á flatbotna sumarskóm í gegnum táradal tilvistarinnar.“

Tvenn Grímuverðlaun 2021:
Tónlist ársins: Friðrik Margrétar-Guðmundsson
Söngkona ársins: María Sól Ingólfsdóttir

____________________________________

Hamingjan, og fálmkennd leit manneskjunnar að henni, er viðfangsefni þessarar nýju íslensku óperu eftir tónskáldið Friðrik Margrétar-Guðmundsson, í leikstjórn Adolfs Smára Unnarssonar. 

Ný kynslóð sviðslistafólks brýst fram á sjónarsviðið með gáskafullum leik að bæði efni og formi. Fjórar fígúrur ráfa um sviðið, þær leita að merkingu og velta því fyrir sér hvað færir þeim ánægju. Fátt virðist þó um svör, enda er ekkert sorglegra en manneskjan. Fígúrurnar beita öllum tiltækum ráðum en ekkert virðist virka. Þær eru eftir allt saman bara manneskjur – og ekkert er sorglegra en manneskjan. Lífið: Harmrænt en hryllilega fyndið ferðalag, ein stór vonbrigði. Þá þarf að meta stöðuna, koma með skapandi lausnir, straumlínulagaðar aðgerðaráætlanir. Og ef ekkert virkar? Koma sér bara þægilega fyrir, anda djúpt niður í þindina, fylla lungun af lofti og anda svo út með hvínandi hljóði – endurtaka þangað til að árangur næst. Þetta reddast allt saman á endanum. Það hlýtur að vera.

Aðstandendur:

Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson
Leikstjórn og texti: Adolf Smári Unnarsson
Flytjendur: Dagur Þorgrímsson, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, María Sól Ingólfsdóttir, Ólafur Freyr Birkisson
Leikmynda- og búningahönnuður: Bryndís Ósk. Þ. Ingvarsdóttir
Dramatúrg: Matthías Tryggvi Haraldsson
Ljósahönnuður: Hafliði Emil Barðason
Myndbandshönnuður: Elmar Þórarinsson
Tónlistarstjórn: Pétur Björnsson
Aðstoð við sýningu: Magnús Thorlacius
Grafísk hönnun: Gréta Þorkelsdóttir
Ljósmyndir: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Hljómsveit:
Baldvin Ingvar Tryggvason, klarinett
Björg Brjánsdóttir, flauta
Friðrik Margrétar-Guðmundsson, raftónlist
Flemming Viðar Valmundsson, harmóníka
Pétur Björnsson, fiðla
Unnur Jónsdóttir, selló

Styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu