Tix.is

Um viðburðinn

Keeping the youth athlete on track  

Námskeið fyrir þjálfara og aðra sem vinna að mótun ungra íþróttaiðkenda

Dagana 25. og 26. sept nk. verður haldið eins dags námskeið í Reykjavík og Akureyri um þroska og þróun ungra íþróttaiðkenda og þá þætti sem geta haft áhrif á íþróttaferil þeirra.

Aðalfyrirlesari verður Dr. Amanda Johnson en að auki munu sjúkraþjálfararnir Einar Einarsson, Gauti Grétarsson og Stefán Ólafsson koma að verklegri kennslu.

·       Hagnýtar nálganir verða skoðaðar um hvernig eigi að vinna með þennan hóp, lífeðlisfræðilegan þroska þeirra og hvernig hann getur haft áhrif á getu þeirra í íþróttum.

·       Tekið verður fyrir hvernig iðkendur á sama aldri geti verið á mismunandi lífaldri og hvernig það hefur áhrif á getu þeirra í hvaða íþrótt sem er.

·       Mismunandi aðferðir við að meta þroska einstaklinga verða skoðaðar og hvernig nota megi slíkar aðferðir til að bæta þjálfunina.

·       Algeng vandamál sem tengjast vaxtar- og þroskaskeiði ungra íþróttamanna verða rædd og hvernig mögulegt sé að vinna með þau.

·       Einnig verða skoðaðar leiðir til að fylgjast með framþróun þessa hóps og hagnýta þætti sem hjálpa til við að stjórna því ferli.

 

Námskeiðið, sem haldið verður bæði á ensku og íslensku, skiptist í tvo hluta:

Kl. 09:00 – 12:00 – Fyrirlestur og umræður

-Why are they different?

-What do we mean by growth and maturation?

-Differences between individuals

-Common injury problems

-Monitoring the youth athlete

Kl. 13:00 – 16:00 – Fyrirlestur, umræður og verkleg kennsla

-Measuring your athlete

-Return to sport


Verð fyrir hvorn hluta fyrir sig er 15.000 kr. og fyrir heilan dag 25.000 kr.

Miðasala er á tix.is en þeir sem kaupa miða fyrir 07. ágúst fá 15% afslátt.

Staðsetning: Reykjavík - Víkingheimilið / Akureyri - Hamar - félagsheimili Þórs

Nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson, andri@fjarmedferd.is

 

Nánar um leiðbeinendur:

Amanda Johnson er m.a. með doktorsgráðu frá Manchester háskóla þar sem hún rannsakaði tengsl á milli líkamlegs þroska ungra elítu knattspyrnumanna og meiðslasögu þeirra. Hún hefur m.a. starfað hjá enska knattspyrnusambandinu sem sjúkraþjálfari yngri landsliða Englands bæði karla og kvenna. Hún starfaði sem yfirsjúkraþjálfari hjá Manchester United í tíu ár á þeim tíma þegar Alex Ferguson var þar við stjórnvölinn og sömu stöðu gegndi hún í átta ár hjá Aspire Akademíunni í Katar.

Amanda býr yfir mikilli reynslu af að starfa með ungu íþróttafólki þar sem hún hefur á sínum ferli einnig starfað m.a. með frjálsíþróttafélögum og sundliðum en nánari upplýsingar um fyrirlesarann má sjá hér

Einar Einarsson, Gauti Grétarsson og Stefán Ólafsson eru allir vel kynntir sjúkraþjálfarar hér á landi sem búa yfir gríðarlegri reynslu í sínu fagi en nánari upplýsingar um þá má sjá hér.