Tix.is

Um viðburðinn

Salurinn og landslið píanóleikara á Íslandi fagna 250 ára afmæli Ludwigs van Beethoven með tónleikaröðinni Beethoven í 250 ár. 

Beethoven samdi 32 píanósónötur sem spanna nær alla ævi hans eða árin 1795 – 1827. Nú hafa píanóleikarar á Íslandi tekið sig saman og sameinast um að flytja allar píanósónöturnar á 9 tónleikum í Salnum. 

Efnisskrá:    

Píanósónata nr. 19 í g-moll, op. 49 nr. 1
Píanósónata nr. 20 í G-dúr, op. 49 nr. 2
Píanóleikari: Mathias Halvorsen

Píanósónata nr. 27 í e-moll, opus 90      
Píanóleikari:       Erna Vala Arnardóttir   

Píanósónata nr. 31 í As-dúr, opus 110  
Píanóleikari:       Ólafur Elíasson 

Píanósónata nr. 32 í c-moll, op.111
Píanóleikari:      Mathias Halvorsen

Arnar Jónsson leikari les stutta pistla úr þýðingum Árna Kristjánssonar píanóleikara um Beethoven á undan hverri sónötu.           

 

Um flytjendur:

Erna Vala Arnardóttir píanóleikari fæddist 1995. Hún hefur komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum síðustu ár. Meðal viðurkenninga sem hún hefur hlotið má helst nefna heiðursorðuna Hvítu rósina frá forseta Finnlands árið 2018 og fyrstu verðlaun í efsta flokki EPTA-píanókeppninnar á Íslandi árið 2015. Erna Vala lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2015 sem einn sigurvegari Ungra einleikara. Hún lék einnig einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna 2017. Erna Vala stofnaði Íslenska Schumannfélagið árið 2020 og starfar sem formaður þess. Félagið stofnaði tónlistarhátíðina Seiglu sumarið 2021 og er hún listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Erna Vala lauk bakkalárgráðu í píanóleik við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté 2017 og lauk meistaragráðu í píanóleik við Síbelíusarakademíuna í Helsinki undir leiðsögn Hömsu Juris vorið 2019. Hún hóf svo doktorsnám við USC Thornton School of Music í Kaliforníu sem Fulbright-styrkþegi undir handleiðslu Bernadene Blaha haustið 2019. Hún hefur hlotið fleiri góða styrki til náms; Rótarýstyrk 2021, minningarstyrk um Birgi Einarsson 2020 og 2017, minningarstyrk um Jón Stefánsson, minningarstyrk um Halldór Hansen og námsstyrk Landsbankans. Erna Vala er nú búsett í Reykjavík. Hún stundar meistaranám í hljóðfærakennslufræði við LHÍ og kennir við Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskólann.

Erna Vala Arnardóttir píanóleikari fæddist 1995. Hún hefur komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum síðustu ár. Meðal viðurkenninga sem hún hefur hlotið má helst nefna heiðursorðuna Hvítu rósina frá forseta Finnlands árið 2018 og fyrstu verðlaun í efsta flokki EPTA-píanókeppninnar á Íslandi árið 2015. Erna Vala lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2015 sem einn sigurvegari Ungra einleikara. Hún lék einnig einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna 2017. Erna Vala stofnaði Íslenska Schumannfélagið árið 2020 og starfar sem formaður þess. Félagið stofnaði tónlistarhátíðina Seiglu sumarið 2021 og er hún listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Erna Vala lauk bakkalárgráðu í píanóleik við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté 2017 og lauk meistaragráðu í píanóleik við Síbelíusarakademíuna í Helsinki undir leiðsögn Hömsu Juris vorið 2019. Hún hóf svo doktorsnám við USC Thornton School of Music í Kaliforníu sem Fulbright-styrkþegi undir handleiðslu Bernadene Blaha haustið 2019. Hún hefur hlotið fleiri góða styrki til náms; Rótarýstyrk 2021, minningarstyrk um Birgi Einarsson 2020 og 2017, minningarstyrk um Jón Stefánsson, minningarstyrk um Halldór Hansen og námsstyrk Landsbankans. Erna Vala er nú búsett í Reykjavík. Hún stundar meistaranám í hljóðfærakennslufræði við LHÍ og kennir við Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskólann.

Mathias Halvorsen stofnaði The Podium Festival í Haugesund árið 2008. Mathias spilar í niðamyrkri sem félagi í hinu rómaða tríói LightsOut. Á fyrstu sóló plötu sinni flytur hann túlkun sína á The Well-Tempered Clavier on prepared piano eftir Bach. Mathias kom nýlega fram með JEB Symfonie orchestra í Fílharmoníu Berlínar. Hann kemur reglulega fram með Peaches í Peaches Christ Superstar. Hann hefur einnig unnið að fjölda dans og leiksýninga með leikstjóranum Laurent Chetouane. Mathias hefur komið fram á mörgum hátíðum um heiminn. 

Ólafur Elíasson lauk burtfararprófi frá Nýja tónlistarskólanum, síðar stundaði hann nám hjá franska píanóleikaranum Vlado Perlemuter í París. Seinna útskrifaðist hann úr einleikaradeild The Royal Academy of Music í Lundúnum. Ólafur hefur undanfarin fjögur ár leikið prelódíur og fúgur Bachs á vikulegum tónleikum í Dómkirkjunni. Ólafur hefur gefið út þrjá geisladiska sem og hljóðritað og gefið út einleiksverkin Handel tilbrigði Brahms og nokkrar af sónötum Mozarts. Einnig hefur hann hefur haldið yfir 200 tónleika fyrir börn og unglinga þar sem hann hefur kynnt þeim lykilverk píanóbókmenntanna. 


Beethoven í 250 ár er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs, Mennta- og menningarmálaráðuneyti – Tónlistarsjóði og Tónlistarfélagi Reykjavíkur.