Tix.is

  • 20. okt. - kl. 19:30
Miðaverð:3.990 - 4.400 kr.
Um viðburðinn

Salurinn og landslið píanóleikara á Íslandi fagna 250 ára afmæli Ludwigs van Beethoven með tónleikaröðinni Beethoven í 250 ár.

 

Beethoven samdi 32 píanósónötur sem spanna nær alla ævi hans eða árin 1795 – 1827. Nú hafa píanóleikarar á Íslandi tekið sig saman og sameinast um að flytja allar píanósónöturnar á 9 tónleikum í Salnum.

 

Efnisskrá:

Píanósónata nr. 5 í c-moll, opus 10 nr. 1
Píanóleikari:       Jón Sigurðsson 

Píanósónata nr. 25 í G-dúr, opus 79 (Cuckoo)  
Píanóleikari:       Kristinn Örn Kristinsson

Hlé
Píanósónata nr. 29 í B-dúr, opus 106 (Hammerklavier)
Píanóleikari:       Richard Simm


Arnar Jónsson leikari les stutta pistla úr þýðingum Árna Kristjánssonar píanóleikara um Beethoven á undan hverri sónötu.


Um flytjendur:

Jón Sigurðsson hefur komið víða fram sem píanóleikari, leikið einleik í píanókonsertum eftir Beethoven og Mozart og flutt margs konar kammertónlist á liðnum árum. Auk þess, að halda einleikstónleika kemur hann reglulega fram með fjölmörgum hljóðfæraleikurum og söngvurum. Jón hefur leikið inn á fjóra geisladiska, sem komið hafa út hjá m.a. hjá Polarfonia Classics og Neue Sterne. Á þeim er að finna verk eftir ýmis tónskáld.

Kristinn Örn Kristinsson hlaut tónlistarmenntun sína á Akureyri, í Reykjavík og í Bandaríkjunum. Meðal kennara hans má nefna Philip Jenkins, Margréti Eiríksdóttur, Ruth Slenczynska og Joseph Kalichstein. Hann starfar sem skólastjóri og kennari við Allegro Suzukitónlistarskólann, meðleikari við Söngskólann í Reykjavík og kennir við MÍT. Kristinn hefur ritað bók um Suzuki tónlistaruppeldi, komið fram á tónleikum og leikið inn á hljómdiska.

Richard Simm nam við Royal College of Music í London og við Staatliche Hochschule für Musik í München. Hann vann til margra verðlauna á námsárum sínum, fékk þar á meðal tvenn verðlaun fyrir túlkun sína á verkum Chopin og hefur komið fram á fjölda tónleikum. Hann starfaði sem píanóleikari og kennari við Háskólann í Wales og var gestaprófessor við Illinois Háskólann. Hér á landi hefur Richard komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins, sem meðleikari og einleikari. Richard starfaði í mörg ár við Listaháskóla Íslands.

 

Beethoven í 250 ár er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs, Mennta- og menningarmálaráðuneyti – Tónlistarsjóði og Tónlistarfélagi Reykjavíkur.