Tix.is

Um viðburðinn

Salurinn og landslið píanóleikara á Íslandi fagna 250 ára afmæli Ludwigs van Beethoven með tónleikaröðinni Beethoven í 250 ár.

 

Beethoven samdi 32 píanósónötur sem spanna nær alla ævi hans eða árin 1795 – 1827. Nú hafa píanóleikarar á Íslandi tekið sig saman og sameinast um að flytja allar píanósónöturnar á 9 tónleikum í Salnum.

 

Efnisskrá

Píanósónata nr. 7 í D-dúr, opus 10 nr. 3
Píanóleikari:       Thomas Higgerson

             

Píanósónata nr. 11 í B-dúr, opus 22
Píanóleikari:       Peter Máté      

                             

Hlé

 

Píanósónata nr. 19 í g-moll, opus 49 nr. 1
Píanósónata nr. 20 í G-dúr, opus 49 nr. 2
Píanóleikari:       Mathias Halvorsen

                               

Píanósónata nr. 13 í Es-dúr, Opus 27 nr. 1 (Sonata quasi una fantasia)  
Píanóleikari:       Aladár Rácz


Arnar Jónsson leikari les stutta pistla úr þýðingum Árna Kristjánssonar píanóleikara um Beethoven á undan hverri sónötu.

 

Um flytjendur:

Aladár Rácz hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1999. Hann stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest en síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Einnig hefur Aladár tekið þátt í mörgum námskeiðum í Evrópu og sjálfur haldið masterclassnámskeið fyrir píanónemendur. Hann hefur leikið á tónleikum víðsvegar um heiminn og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum, m.a. á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi.

 

Mathias Halvorsen stofnaði The Podium Festival í Haugesund árið 2008. Mathias spilar í niðamyrkri sem félagi í hinu rómaða tríói LightsOut. Á fyrstu sóló plötu sinn flytur hann túlkun sína á The Well-Tempered Clavier on prepared piano eftir Bach. Mathias kom nýlega fram með JEB Symfonie orchestra í Fílhamoníu Berlínar. Hann kemur reglulega fram með Peaches í Peaches Christ Superstar. Hann hefur einnig unnið að fjölda dans og leiksýninga með leikstjóranum Laurent Chetouane. Mathias hefur komið víða fram á hátíðum.

 

Peter Máté hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990. Hann kennir við Listaháskóla Íslands og Menntaskólann í tónlist. Peter hefur haldið einleikstónleika og tekið þátt í kammertónleikum víða á Íslandi og farið í tónleikaferðir til Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Austur-Evrópulanda. Hann hefur einnig haldið masterklassa og fyrirlestra við fjölda erlendra háskóla og tónlistarskóla á Íslandi.

 

Thomas Randal Higgerson lauk license d'enseignement gráðu í píanóleik við Ecole Normale de Musique í París, bachelorgráðu og mastersgráðu í tónmennt við Southern Illinois Universty at Carbondale og loks doktorsprófi við University of Illinois at Urbana-Champaign. Hann hlaut fyrstu verðlaun í tónlistarkeppninni Artist Presentation í St.Lois,Missouri árið 1985. Hann starfaði sem undirleikari, kórstjóri og organisti í Bandaríkjunum. Thomas hefur verið aðalundirleikari Karlakórsins Heimis og kennari við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Hann er líka undirleikarinn Arctic Opera á Akureyri og hefur spilað með Sinfónia Norðurlands.


Beethoven í 250 ár er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs, Mennta- og menningarmálaráðuneyti – Tónlistarsjóði og Tónlistarfélagi Reykjavíkur.