Tix.is

Um viðburðinn

Stórsöngkonan Jóhanna Guðrún kemur fram ásamt Davíð Sigurgeirssyni í Raufarhólshelli sunnudaginn 25. apríl kl. 12.

Jóhanna Guðrún ætlar að velja sín uppáhalds lög til að flytja fyrir gesti.

Raufarhólshellir er hraunhellir sem myndaðist í Leitahraunsgosinu fyrir um 5200 árum og hann er einn lengsti hellir Íslands. Hraunhellir eru rásir sem verða til þegar seigfljótandi hraunkvika mótar harða skel sem þykknar og myndar þak yfir hraunstrauminn sem enn rennur áfram.

Raufarhólshellir er í Ölfusi, eðrins um 20 mín fjarlægð frá Reykjavík og 10 mín fjarlægð frá Þorlákshöfn. Nánar er hægt að kynna sér hann inn á thelavatunnel.is

Óhætt er að fullyrða að þetta verður einstök upplifun!

Það er mjög takmarkað framboð af miðum sökum fjöldatakmarka inn í hellinum.

Miðaverð:4000 kr

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Hamingjunnar við hafið sem stendur yfir í allt sumar. Nánari upplýsingar á hamingjanvidhafid.is