Tix.is

Um viðburðinn

SkonRokk var í upphafi hugarfóstur trommuleikarans ljúfa Bigga Nielsen, sem leikið hefur með mörgum af vinsælustu hljómsveitum síðustu tveggja áratuga. Fyrsta giggið voru svakalegir rokktónleikar í Höllinni í Vestmannaeyjum, þar sem rokkað var „til heiðurs sjómönnum“ .

Síðustu árin hafa verið haldnir SkonRokkstónleikar í Reykjavík og á Akureyri og það nánast á hverju ári. Einnig hefur Valaskjálf á Egilsstöðum verið heimsótt nokkrum sinnum og hópurinn sótti Hammondhátíðina á Djúpavogi heim, sem og Sjóarann síkáta í Grindavík. En segja má að heimavöllurinn hafi verið Höllin í Eyjum, þar sem hópurinn hefur nánast verið á hverju ári frá upphafi og verkefnið orðið að gæluverkefni Bigga og Bjarna Ólafs (Dadda), sem rak Höllina í um áratug.

Í ár ætlum við að vera í Silfurbergi í Hörpu og í Hofi á Akureyri og í Valaskjálf. Við setjum fókusinn svolítið á stelpurnar í rokkinu. Sigga Guðna og Stefaía Svavars verða með okkur, ásamt Bigga „Gildru“ Haralds, Stebba Jak og Magna. Við viljum ekki segja of mikið um efnistökin, en lofum eins og venjulega stórkostlegri skemmtun og geggjuðum tónleikum.

Við munum á næstu vikum gefa óljósar vísbendingar inná Facebook síðunni okkar, en við viljum ekki ljóstra of miklu upp því að tónleikagestir verða að fá að upplifa á sjálfum tónleikunum. Við lofum hinsvegar magnaðri upplifun og kyngimögnuðu kvöldi sem þú ættir ekki að missa af.

SkonRokkshópinn í ár skipa:
Magni Ásgeirsson – söngur, Birgir Haraldsson – söngur,  Stefán Jakobsson – söngur, Stefanía Svavarsdóttir – söngur og Sigríður Guðnadóttir – söngur.

Birgir Nielsen – trommur, Ingimundur Óskarsson – bassi, Stefán Örn Gunnlaugsson –hljómborð, Einar Þór Jóhannsson – gítar, Sigurgeir Sigmundsson – gítar,

Sem sagt þéttur og hæfileikaríkur hópur sem á það sameiginlegt að elska ROKK þar sem töfrararnir verða til og töffararnir líka.

Umsjón: Stóra sviðið ehf