Tix.is

Um viðburðinn

Bjarni Frímann Bjarnason hefur komið fram á Berjadögum á undanförnum árum. Nú kemur hann fram sem hljómsveitarstjóri með kröftugum hópi, Elju kammersveit sem er skipuð 26 upprennandi hljóðfæraleikurum. Elja hefur undanfarin ár skipað sér sess sem ein af fremstu kammersveitum landsins og hefur vakið athygli fyrir líflegan og ferskan flutning. Kammersveitin hefur hlotið mikið lof fyrir flutning sinn og var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2019 sem flytjandi ársins (hópar) í flokknum Sígild- og samtímatónlist.

Harmónikkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson frumflytur nýjan íslenskan harmónikkukonsert úr hendi Finns Karlssonar með hópnum. Þau leika einnig spennandi verk eftir Caroline Shaw og Igor Stravinsky. Hljómsveitin lýkur efnisskránni á ,ítölsku sinfóníunni´eftir Felix Mendelsohn! Tónleikarnir er upptaktur þeirra á tónleikaferð um landið.
Elja kemur einnig fram daginn eftir á ,Óperukvöldi við tjörnina’ laugardaginn 01. ágúst kl. 20!

Flytjendur á tónleikunum:
Elja Kammersveit
Einleikari: Jónas Ásgeir Ásgeirsson, harmonikkaw
Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason

Listamenn á Berjadögum 2020:

Sigrún Pálmadóttir söngur, Elja kammersveit, Hrólfur Sæmundsson söngur, Jón Thoroddsen heimspekingur, Chrissie Guðmundsdóttir fiðla, Hundur í óskilum, Guðmundur Ólafsson leikari, Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó, Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri, Einar Bjartur Egilsson píanó, Tinna Gunnarsdóttir myndlistarmaður, Björg Þórhallsdóttir söngur, Eirikur Stephensen kontrabassi, Hjörleifur Hjartarson söngur, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson myndlistarmaður, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Sigursveinn Magnússon píanó, Jón Þorsteinsson söngur, Eyjólfur Eyjólfsson kvæðamaður, Kristín Lárusdóttir kvæðakona, Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngur

Nánar um viðburði og tímasetningar á heimasíðu hátíðarinnar www.berjadagar-artfest.com og fésbók

Framkvæmd: Ólöf Sigursveinsdóttir, sellóleikari og listrænn stjórnandi

Kynningarfulltrúi: Pétur Oddbergur Heimisson


www.eljaensemble.com
www.instagram.com/eljakammersveit
@eljakammersveit

Berjadagar 2020