Tix.is

Um viðburðinn
Harry Potter og viskusteinninn™ á tónleikum

Kvikmyndin Harry Potter og viskusteinninn™ kom út árið 2001 og var aðsóknarmesta mynd ársins. Með myndinni öðluðust leikararnir ungu, Daniel Radcliffe og Emma Watson, heimsfrægð og ævintýraveröld J.K. Rowling varð ljóslifandi á hvíta tjaldinu. Myndin hlaut þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna (ACADEMY AWARDS®) og sjö framhaldsmyndir bættust við á næstu níu árum.

Tónlistin leikur stórt hlutverk í myndunum um Harry Potter™ enda sjálfur John Williams sem samdi hana og hefur hlotið fyrir hana fjölda viðurkenninga. Williams notar leiðsögustef í tónlist sinni, lætur meginpersónur og staði hafa eigin stef sem hafa sterkan blæ, til dæmis erkióvininn Voldemort™, galdraskólann Hogwarts™, vináttustefið, og meginstefið sem kennt er við ugluna Hedwig™.Tónlistin við þessa frábæru mynd lifnar við í lifandi flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem leikur við sjálfa myndina.

WIZARDING WORLD and all related trademarks, characters, names, and indicia are © & ™ Warner Bros. Entertainment Inc. Publishing Rights © JKR. (s21)

EFNISSKRÁ
Tónlist eftir John Williams
Kvikmynd eftir Chris Columbus

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Timothy Henty