Tix.is

Um viðburðinn

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

EFNISSKRÁ
Jean Sibelius Sinfónía nr. 2

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Eivind Aadland

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands er einn af máttarstólpunum í hljómsveitarstarfi ungs tónlistarfólks á Íslandi. Sveitin hélt sína fyrstu tónleika haustið 2009 og síðan hafa tæplega hundrað ungmenni safnast saman undir merkjum Ungsveitarinnar ár hvert, með undraverðum árangri. Ungsveitin var valin Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2017 og í fyrra hélt hún upp á 10 ára afmæli sitt með flutningi á Níundu sinfóníu Beethovens.

Í ár er viðfangsefni Ungsveitarinnar sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Þetta er eitt glæsilegasta hljómsveitarverk finnska meistarans, fullt af tilþrifamiklum stefjum sem vaxa að glæsilegum hápunkti í lokaþættinum. Á tónsprotanum heldur norski hljómsveitarstjórinn Eivind Aadland, sem gjörþekkir tónlist Sibeliusar og stjórnaði Ungsveitinni árin 2015 og 2016 með frábærum árangri.

Námsmenn yngri en 25 ára og tónlistarnemar geta keypt miða á 1.900 kr. gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu. Skólakort Sinfóníunnar