Tix.is

Um viðburðinn

Volcanova gaf út sína fyrstu plötu “Radical Waves” þann 21. Ágúst. Platan kom út á vegum sænsku plötuútgáfunnar “The Sign Records” og af því tilefni blæs sveitin til útgáfutónleika á Hard Rock Reykjavík. Volcanova til halds og trausts verður hljómsveitin Blóðmör sem sigraði músíktilraunir 2019 og enginn annar en Elli Grill.

Volcanova var stofnuð árið 2014 en tók á sig núverandi mynd árið 2017. Ásamt því að hafa komið fram á fjölda tónleikum og hátíðum hérlendis hefur sveitin tvisvar sinnum heimsótt Bretland við góðar undirtektir. "Radical Waves" verður flutt í heild sinni á tónleikunum ásamt öðru efni.

Volcanova:

Dagur Altason – Trommur og söngur

Samúel Ásgeirsson – Gítar og söngur

Þorsteinn Árnason – Bassi og söngur