Tix.is

Um viðburðinn

Hin goðsagnakennda rafsveit Plaid með þeim félögum Ed Handley og Andy Turner mun spila á opnunartónleikum Extreme Chill hátíðarinnar fimmtudaginn 1. október.
Plaid eru einnig stofnmeðlimir The Black Dog.

Árið 1991 skrifuðu Plaid undir plötusamning hjá breska útgáfurisanum Warp Records. Þeir hafa unnið undir ýmsum dulnefnum þar á meðal: Atypic, Repeats og Balil, en hafa einbeitt sér að Plaid síðan 1995.

Plaid hafa sent frá sér 17 plötur frá 'Mbuki Mvuki' frá 1991, til "Polymer frá 2019.
Þeir hafa unnið með ýmsum listamönnum eins og: Björk, Bob Jaroc, Mara Carlyle, Nicolette, Felix's Machines, Rahayu Supanggah, Random Dance, SARC, The London Sinfonietta og fleiri.

Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 1 október á Hard Rock Cafe.
Einnig koma fram Biggi Veira (GusGus Dj set), Skurken og Dj Margeir.
Miðinn kostar aðeins 4900 kr. Hátíðarpassinn gildir einnig á viðburðinn.

Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í Reykjavík dagana 1.-3. október en þetta er 11.árið sem hátíðin er haldin.

Í ár kemur mikill fjöldi ólíkra listamanna fram á hátíðinni, allt frá tilraunakenndum til klassískrar listamanna.

Dagskráin verður auglýst síðar.

Extreme Chill er tónlistarhátíð sem setur markmiðin hærra með hverju ári og hefur nú verið haldin víða um land og í Berlín. Hátíðin hefur einnig verið í samstarfi við ýmsar aðrar hátíðir bæði hérlendis og erlendis.

Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim. Að tengja saman erlenda og innlenda tónlistar- og videó/myndlistarmenn og sköpun þeirra ásamt því að vekja athygli á rafrænni Reykjavík sem raftónlistarhöfuðborg Íslands.

Hátíðar passinn kostar aðeins 9.900 kr og gildir á alla 3 dagana.
Opnunartónleikar hátíðarinnar verða haldnir 1. október og gildir passinn einnig á þann viðburð (Staðsetning og dagskrá auglýst síðar).

Hér er hægt að tryggja sér hátíðarpassa:
harpa.is/dagskra/vidburdur/extreme-chill-tonlistarhatid/

“3ja daga tónlistarveisla þar sem íslenskir og erlendir listamenn með ólíkan bakgrunn á öllum aldri mætast í sköpun sinni undir áhrifum íslenskrar náttúru. Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík.”