Tix.is

Um viðburðinn

Tónleikunum hefur því miður verið aflýst og hafa miðahafar fengið nánari upplýsingar í tölvupósti. 

Todmobile / SinfoniaNord ásamt Tony Hadley ex-Spandau Ballet 17.maÍ 2023 Í LAUGARDALSHÖLL.

Ég hlakka mikið til að koma til Íslands í fyrsta sinn og færa Íslendingum öll þessi stórkostlegu lög í samstarfi við topp íslenskt tónlistar fólk,“ segir Tony Hadley sem er orðin langþreyttur á þessari veiru eins og allur heimurinn og er farin að iða í skinninu að komast til Íslands.

Sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður hin breski tónlistarmaðurinn Tony Hadley, sem er fyrrum stofnandi og söngvari hljómsveitarinnar Spandau Ballett.

Todmobile ásamt SinfoniaNord bjóða upp á sannkallaða tónlistarveislu á stórtónleikum í Laugardalshöll þann 20. april 2022.

Hljómsveitin átti miklum vinsældum að fagna á níunda áratugnum, bæði hér heima og erlendis.

Todmobile og Tony Hadley, ásamt SinfoniaNord, munu flytja öll vinsælustu lög Spandau Ballet auk allra topplaga Todmobile í gegnum árin.

Todmobile hefur áður haldið tónleika, þar sem erlendir listamenn hafa verið heiðursgestir, en í öllum tilvikum er um að ræða fyrirmyndir meðlima Todmobile í tónlistinni. Árið 2013 var Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar YES heiðursgestur, í janúar 2015 var komið að Steve Hackett gítarleikara Genesis og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur heiðursgestur.

„Þeir sem sáu Midge Ure með Todmobile og SinfoniaNord vita hverju þeir mega eiga von, rokksinfónískri tónlistarveislu. Nú rannsakar Todmobile 80ties tónlistina þá er Tony Hadley augljós kostur til samvinnu“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson meðlimur Tobmobile.

Todmobile gaf sitt fyrsta lag, Sameiginlegt, út árið 1988. Ári síðar leit fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Betra en nokkuð annað, dagsins ljós. Breiðskífurnar eru alls orðnar átta og lögin fjölmörg. Hljómsveitin hefur haldið tónleika um land allt og ljóst að enginn aðdáandi sveitarinnar mun verða svikin af þessum tónleikum.

Meðlimir Todmobile eru: Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Eiður Arnarsson, Kjartan Valdemarsson, Ólafur Hólm, Alma Rut og Greta Salóme.

Breski tónlistarmaðurinn Tony Hadley, var 16 ára gamall þegar hann stofnaði hljómsveitina Roots árið 1976 ásamt félögum sínum Gary Kemp, Steve Norman, John Keeble og Michael Ellison, þegar þeir voru enn skólanemendur í London. Eftir nokkrar mannabreytingar og nafnabreytingar, fékk sveitin nafnið Spandau Ballet árið 1979. Þá hafði Ellison yfirgef hana og Martin Kemp orðinn nýr liðsmaður, og þannig var sveitin skipuð til ársins 1989 þegar hún hætti störfum.Spandau Ballet naut feikna vinsælda á níunda áratugnum og lög eins og Gold, True og Through the Barricades eru tónlistaraðdáendum vel kunn. Spandau Ballet spilaði á góðgerðartónleikunum Live Aid árið 1985, gaf út átta plötur sem rötuðu á topp tíu listann í Bretlandi, nokkrar „best of“ plötur og hefur selt yfir 25 milljónir plata á heimsvísu. 23 lög þeirra hafa ratað í efstu sæti topplista.

Árið 2009 tók sveitin saman aftur, og hélt tónleika víða um Bretland og Írland. Árið 2017 sendi Hadley frá sér yfirlýsingu um að hann hefði sagt skilið við sveitina, sem var aftur lögð niður í fyrra, árið 2019.

Hadley skrifaði undir samning við EMI plötufyrirtækið árið 1989 og gaf út sólóplötuna, The State of Play, árið 1992. Síðar stofnaði hann eigið útgáfufyrirtæki, gaf út aðra sólóplötu og lék hlutverk Júdasar í uppfærslu BBC Radio 2 á söngleiknum Jesus Christ Superstar. Hadley hefur átt í samstarfi við fjölda tónlistarmanna og má þar nefna Alice Cooper, Paul Young og Brian May.

Aðeins er selt í sæti og stúku og er því um takmarkaðan miðafjölda að ræða en miðasala fór mjög vel á stað.

Umsjón : Nordic Live Event´s