Tix.is

Um viðburðinn

Friðrik Ómar og Jógvan hafa slegið í gegn víðsvegar um landið í sumar með frábærri skemmtun sem ber heitið Sveitalíf. Þeir koma frá Dalvík og Klakksvík, sannkallaðar dreifbýlistúttur sem kalla ekki allt ömmu sína. Fjölbreytt efnisskrá, skemmtileg tónlist og sögur af þeim félögum sem kitla hláturtaugarnar.
Umfram allt frábær kvöldstund með vinsælustu tengdasonum Íslands og Færeyja. Ekki missa af þessu!

Síðan á facebook: facebook.com/sveitalif

Hér er titillag tónleikaferðarinnar, SVEITALÍF:
https://open.spotify.com/track/7vt1JrZpCaCgq3NgGhkxN7?si=yiZCi-YYSlOjcpBxk8Es2Q


Fylgist með ferðalaginu á Instagram:
Friðrik Ómar: fromarinn
Jógvan: jogvan

Aðeins um Friðrik Ómar og Jógvan:
Friðrik Ómar og Jógvan gáfu út mest seldu plötu ársins 2009, Vinalög, með íslenskum og færeyskum dægurlögum. Árið eftir kom út önnur breiðskífa þeirra, Barnalög, með íslenskum og færeyskum barnalögum. Síðla árs 2011 stóðu þeir fyrir söfnun til styrktar Björgunarsveitinni í Færeyjum en rúmlega 17 milljónir söfnuðust. Þeir hafa haft það að markmiði með samstarfi sínu að styrkja enn frekar vinabönd Íslands og Færeyja. Síðustu ár hafa þeir verið vinsælir sem veislustjórar og skemmt landanum með ýmsum hætti, saman og í sitthvoru lagi.