Tix.is

Um viðburðinn

Lokakonsert – grand finale
Lokatónleikar Reykholtshátíðar má með sanni kalla „grand finale“ þar sem allir listamenn hátíðarinnar koma fram í fjölbreyttum hópum. Tónleikarnir hefjast á stórbrotnum strengjasextett eftir Johannes Brahms en eftir hlé er efnisskráin byggð upp af íslenskum verkum. Lítill kvartett leikur sér eftir Þorkel Sigurbjörnsson er þá fyrstur á efnisskrá en síðan flytur Sigurgeir Agnarsson verk eftir Huga Guðmundsson, Veris, en verkið var samið á síðasta ári og er um Íslandsfrumflutning að ræða. Reykholtshátíð lýkur með því að Jóhann Kristinsson og Kristinn Sigmundsson flytja ásamt hljóðfæraleikurum hátíðarinnar lagaflokkinn Grannmetislög eftir Hauk Tómasson sem hann samdi við ljóð Þórarins Eldjárn. Guðni Tómasson listsagnfræðingur og útvarpsmaður mun annast kynningar á tónleikunum.

https://www.reykholtshatid.is/lokakonsert