Tix.is

Um viðburðinn

Kammerkonsert með hljóðfæraleikurum hátíðarinnar  
Laugardagskvöld á Reykholtshátíð býður upp á spennandi efnisskrá með sannkölluðum gimsteinum eftir Frank Bridge,  W. A. Mozart, Sergei Rachmaninoff og Ludwig van Beethoven.Hljóðfæraleikarar á kammertónleikunum eru einvalalið tónlistarmanna, fiðluleikararnir Auður Hafsteinsdóttir og Pétur Björnsson, víóluleikararnir Þórunn Ósk Marínósdóttir og Ásdís Valdimarsdóttir, Berglind Stefánsdóttir flautuleikari og sellóleikararnir Mick Stirling og Sigurgeir Agnarsson, sem einnig er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Guðni Tómasson listsagnfræðingur og útvarpsmaður mun annast kynningar á tónleikunum.

https://www.reykholtshatid.is/kammerkonsert