Tix.is

Um viðburðinn

Feðgakonsert
Opnunartónleikar Reykholtshátíðar verða föstudagskvöldið 24. júlí kl. 20 og bera yfirskriftina Feðgakonsert en tveir fremstu söngvarar landsins, feðgarnir Kristinn Sigmundsson og Jóhann Kristinsson koma þá í fyrsta sinn fram saman á tónleikum. Þeir munu, ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara, flytja þýsk sönglög eftir Beethoven, Strauss, Schubert og Schumann og einnig aríur og dúett úr óperunni Don Carlo eftir Giuseppe Verdi. Guðni Tómasson listsagnfræðingur og útvarpsmaður mun annast kynningar á tónleikunum.  

https://www.reykholtshatid.is/fedgakonsert