Tix.is

  • 11. jún. - kl. 19:00
  • 11. jún. - kl. 21:30
Miðaverð:4.500 - 8.500 kr.
Um viðburðinn

ARG viðburðir í samstarfi við Gull léttöl kynna með stolti:

ALDAMÓTATÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI - AFTUR

Fannst þér gaman að fara á ball eða horfa á popptíví?

Langar þig að hverfa aftur til síðustu aldamóta og upplifa svakalegustu nostalgíu ever?  

Ef svarið er já við þessum spurningum ertu stálheppin/n því 24. apríl ætlar landslið íslenskra poppara og rappara að troða upp í Háskólabíói.

Þau sem fram koma eru:

XXX Rottweiler
Jónsi - Í svörtum fötum
Hreimur - Land & Synir
Magni okkar - Á móti sól
Beggi - Sóldögg
Íris - Buttercup
Valur - Buttercup
Sverrir Bergmann

Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið í hljómsveitum sem voru gríðarlega vinsælar og virkar í kringum síðustu aldarmót. Og gott betur en það, því flest af þessum böndum og söngvurum eru ennþá í fullu fjöri og starfandi tónlistarfólk.

Tónleikarnir verða tvískiptir, fyrir hlé munu ballöðurnar og rólegu lögin verða flutt en eftir hlé verður allt gert vitlaust og talið í hverja sprengjuna á fætur annarri.

Hljómsveitarstjóri verður hinn eini sanni Viggi úr Írafár og mun hann ásamt nokkrum af færustu hljóðfæraleikurum landsins sjá til þess að allur flutningur verði upp á tíu.

ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ!!!...