Tix.is

Um viðburðinn

Kæru vinir, aðstandendur að Meistaradeildinni í hestaíþróttum munu keppa til stuðnings Eddu Rúnar Ragnarsdóttur á lokamóti deildarinnar næstkomandi laugardag á Brávöllum, Selfossi. Knapar munu bera armband í töltinu og í skeiðinu klæðast keppnisbolum merkta „FyrirEddu“

Við hvetjum alla til að styðja og styrkja við Eddu Rún og fjölskyldu hennar í þeirri baráttu sem framundan er.

Stofnaður hefur verið sjóður til að styðja fjárhagslega við bakið á Eddu Rún og fjölskyldu hennar vegna slyss er hún féll af hestbaki í maí síðastliðnum. Stjórn sjóðsins mun taka ákvörðun um framlög úr sjóðnum eftir fjárhagslegum þörfum fjölskyldunnar hverju sinni. Eignum sjóðsins verður varið til hvers kyns framfærslu Eddu Rúnar og fjölskyldu hennar, til kaupa á eignum sem tengjast þörfum hennar og fjölskyldu hennar á hverjum tíma og eftir atvikum til niðurgreiðslu á skuldum fjölskyldunnar.