Tix.is

Um viðburðinn

Hera Hjartardóttir sendir frá sér nýja plötu og ber titilinn ‘Hera’. Barði Jóhannson stýriði upptökum en þetta er tíunda breiðskífa Heru; sem hefur búið á Nýja Sjálandi i mörg ar, en er nú flutt heim til Íslands.

Platan inniheldur meðal annars lögin 'How does a lie taste?’ sem kom út í október og hefur fengið góða spilun í útvarpi hér á landi og ‘Process’ sem ná’i meðal annars fyrsta sætinu á vinsældarlista Rásar 2.

Þessi plata hefur verið í smíðum i rúm 3 ár og er tekin upp á Íslandi, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum og masteruð í Bretlandi. Þetta er fyrsta sóló plata Heru í rúm 8 ár og sú fyrsta sem kemur út á vynil.

Lögin eru mjög persónuleg og fjalla meðal annars um það að stoppa, hugsa og finna tengingu við náttúruna og núið. Nú er Hera einnig að leggja land undir fót og eru fyrirhugaðir tónleikar sem her segir. Útgáfutónleikar verða síðan í Bæjarbíói þann 23 júlí ásamt hljómsveit og verður platan einnig fáanleg þar.