Tix.is

Um viðburðinn

Glæsileg tónleikaþrenna í Norðurljósum slær botninn í Jazzhátíð Reykjavíkur. Tónleikarnir fara fram kl. 19:30, 20:45 og 22:00 og einn miðapassi (8000 kr) gildir á alla tónleikana.

Fylgt verður fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda um fjöldatakmarkanir og fjarlægðamörk milli gesta verða tryggð.

19:30 - Kvartett Einars Scheving

Kvartett Einars Scheving hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem ein fremsta hljómsveit íslenskrar djasssenu. Kvartettinn gaf út sína fjórðu plötu, Mi Casa, Su Casa, á síðasta ári og hlaut Einar sín fjórðu tónlistarverðlaun í kjölfarið – í þetta sinn sem Tónhöfundur ársins fyrir tónlistina á plötunni. Meðlimi kvartettsins þarf vart að kynna, en þeir eru, auk Einars, sem leikur á trommur og slagverk, bassaleikarinn Skúli Sverrisson, píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson og saxafónleikarinn Óskar Guðjónsson. Munu þeir félagar leika blandað efni af plötum kvartettsins.

KVARTETT EINARS SCHEVING:

Einar Scheving: trommur
Skúli Sverrisson: bassi
Eyþór Gunnarsson: píanó
Óskar Guðjónsson: saxófónn

20:45 - Agnar Már Magnússon tríó - Mór / útgáfutónleikar

Píanistinn Agnar Már Magnússon tekur fyrir íslenska tónlistararfinn með frumsamda tónlist i´ bland. Tríóið skipa auk Agnars, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson a´ kontrabassa og Matthías Hemstock a´ trommur. Þá leikur einnig með kvartett hornleikara skipaður Stefáni Jóni Bernharðssyni, Emil Friðfinnssyni, Frank Hammarin og Asbjørn Ibsen Bruun.

Tríóið hefur starfað saman með hléum síðan 2007 en þá sendi Agnar frá sér geisladiskinn Láð sem hefur lifað góðu lífi síðan. Þar var notaðast við þjóðleg stef og rímur til að gera nýja tónlist. Hér er sú hugmynd tekin áfram og unnið enn frekar með íslenska tónlistararfinn. Íslensk þjóðlaga- og rímnatónlist er heilmikill fjársjóður og úr honum má vinna nýjar og framsæknar hugmyndir.

FLYTJENDUR

Agnar Már Magnússon: píanó
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: kontrabassi
Matthías Hemstock: trommur

Stefán Jón Bernharðsson: horn
Frank Hammarin: horn
Asbjørn Ibsen Bruun: horn
Nimrod Ron: túba

22:00 Kvintett Kristjönu Stefánsdóttur

Kvintett Kristjönu Stefáns leikur uppáhaldslög og standarda í ferskum útsetningum, allt frá Bítlunum til Billy Strayhorn og eigin tónsmíða.

KVINTETT KRISTJÖNU STEFÁNS:

Kristjana Stefánsdóttir: söngur
Ómar Guðjónsson: gítarar
Þorgrímur Jónsson: kontrabassi
Daði Birgisson: píanó/orgel
Magnús Trygvason Eliassen: trommur

https://reykjavikjazz.is/