Tix.is

Um viðburðinn

Spennandi tónleikatvenna í Flóa á Jazzhátíð Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 1. september kl. 19:30 og 20:45. Einn miðapassi (4000 kr.) gildir á báða tónleikana.

20:00 – Meraki tríó

Meraki tríó var stofnað árið 2018 og samanstendur af þeim Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur baritónsaxófón- og flautuleikara, Söru Mjöll Magnúsdóttur píanóleikara og Þórdísi Gerði Jónsdóttur sellóleikara. Óhefðbundin hljóðfæraskipan gefur tríóinu möguleika á að nálgast útsetningar og spuna á fjölbreyttan máta. Meraki tríó hefur spilað eigin tónlist í bland við efni eftir aðra í nýjum útsetningum.

Þær vinna nú að sinni fyrstu plötu með tónlist eftir meðlimi tríósins. Lagasmíðavinnan hefur að miklu leyti verið unnin í fjarsambandi þar sem meðlimir búa allir í sitthvoru landinu með Atlantshafið á milli sín. Boltanum er kastað á milli og úr verður ófyrirsjáanlegur samruni ólíkra stíla sem koma saman í áhugaverðri samsuðu.

Meraki tríó hefur komið fram nokkrum sinnum á tónleikaröðinni Freyjujazz í Listasafni Íslands og einnig á tónleikaröðinni Ljúfum nótum í Fríkirkjunni.

MERAKI TRÍÓ:
Rósa Guðrún Sveinsdóttir: flauta, baritónsaxófónn
Sara Mjöll Magnúsdóttir: píanó
Þórdís Gerður Jónsdóttir: selló

20:45 – Unnur Birna og Bjössi Thor

Hljómsveit Unnar Birnu og Bjössa Thor var stofnuð veturinn 2018-2019 og byrjaði á að fara í einstaklega vel heppnaða tónleikaferð um landið. Þau flytja sín uppáhaldslög og ná að sýna allt sem þau kunna á afar smekklegan hátt. Meðleikarar Unnar Birnu og Bjössa eru ekki af verri endanum, framúrskarandi hljóðfæraleikarar, þeir Skúli Gíslason á trommur og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. Þeir eru ekki bara þétt rythmapar, heldur einnig einstakir sólistar.

Hljómsveitin nær að flétta allar helstu tónlistarstefnur saman á sérstaklega áhugaverða vegu, hér sjáum við jazz, rokk, popp, blús og dass af klassík mynda hljómþýða heild. Unnur Birna og Bjössi fara með tónleikagesti í skemmtilegt og óvænt ferðalag í gegnum land tónlistarinnar sem svíkur engan.

FLYTJENDUR:
Unnur Birna: söngur og fiðla
Björn Thoroddsen: gítar
Sigurgeir Skafti Flosason: bassi
Skúli Gíslason: trommur

https://reykjavikjazz.is/