Tix.is

Um viðburðinn

Spennandi tónleikatvenna í Kaldalóni mánudagskvöldið 31. ágúst á Jazzhátíð Reykjavíkur. Einn miðapassi (4000 kr.) gildir á báða tónleikana.

19:30 – Dalalæða

Á afmælishátíð Jazzhátíðar mun hljómsveitin Dalalæða frumflytja tónverk sem tvinnar saman dómsdagsdjassi við aldagamla ljóða- og rímnahefð Íslendinga, þar sem notast verður við töluð orð á íslensku í stað söngs. Tónlistin einkennist af naumhyggju og hægum framgangi þar sem leitast er við að brjótast út hinum hefbundnu viðjum dúr- og mollhljómkerfanna. Tvinnað er saman hinu hefbundna píanótríói jazzins við nýklassíska áferð bassaklarínettsins ásamt rafhljóðum og upptökum teknum úr íslensku umhverfi í borg og náttúru. Viðfangsefnið í textagerðinni og innblástur tónlistarinnar sækja í íslenska samfélagssögu og þar sem legið var yfir heimildum úr verkefninu Dysjar hinna dæmdu, sem fjallar um aftökur á Íslandi frá sextándu öld fram á þá nítjándu.

Meðlimir Dalalæðu hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi og má þar nefna hljómsveitir eins og amiina, Hjálma, Móses Hightower, Epic Rain, The Ghost Choir, ADHD, Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, Flís, Stórsveit Reykjavíkur og Annes.

DALALÆÐA:

Hannes Helgason: píanó
Jóel Pálsson: bassaklarínett, kontrabassaklarínett, sópran saxafónn
Jóhannes Birgir Pálmason: ljóðagerð og ljóðalestur, hljóðsmölun
Magnús Trygvason Eliassen: trommur
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: kontrabassi


20:45 - Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur verið í fararbroddi íslenskrar jazztónlistar á alþjóðasenunni síðan diskurinn Long Pair Bond kom út 2011 og leikið um víða veröld. Þau eru þekkt fyrir grípandi lýríska túlkun með norrænu yfirbragði. Efnisskráin flaggar yfirleitt tónsmíðum meðlima og oft endurútsetningum á vinsælum lögum.

TRÍÓ SUNNU GUNNLAUGS:

Sunna Gunnlaugs – píanó
Þorgrímur Jónsson – kontrabassi
Scott McLemore – trommur

https://reykjavikjazz.is/