Tix.is

Um viðburðinn

Glæsileg tónleikaþrenna í Norðurljósum á opnunardegi Jazzhátíðar Reykjavíkur. Tónleikarnir fara fram klukkan 19:30, 20:45 og 22:00 og er miðaverð á alla tónleikana einungis 8000 krónur.

19:30 – Charlie Parker 100 ára

Opnunardag Jazzhátíðar Reykjavíkur 2020 ber upp á afmælisdag meistara Charlie Parker, 29. ágúst. Þá eru nákvæmlega 100 ár síðan þessi brautryðjandi jazztónlistar nútímans fæddist. Af því tilefni verða tónleikar honum til heiðurs þar sem Sigurður Flosason fer fyrir einvalaliði hljóðfæraleikara úr jazz- og klassísku geirunum sem sameinast til að flytja lög af ódauðlegum plötum Parkers frá 1950 sem bera titilinn „Charlie Parker with Strings“. Þessar skífur voru þær vinsælustu sem Parker gaf út og voru þær teknar inn í Grammy Hall of Fame árið 1988.

FLYTJENDUR:
Sigurður Flosason: altó saxófónn
Anna Gréta Sigurðardóttir: píanó
Johan Tengholm: kontrabassi
Einar Scheving: trommur
Peter Tompkins: óbó og englahorn
Bryndís Pálsdóttir: fiðla
Margrét Þorsteinsdóttir: fiðla
Matthías Stefánsson: fiðla
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir: fiðla
Eyjólfur Bjarni Alfreðsson: víóla
Kathryn Harrison: víóla
Bryndís Björgvinsdóttir: selló
Katie Buckley: harpa

20:45 – Latínball Tómasar R.

Árið 2014 hélt kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson tónleika með stóru latínbandi í heimabyggð sinni í Dölunum. Þeir voru uppistaðan í heimildarmyndinni Latínbóndinn sem frumsýnd var árið eftir. Nú í sumar kemur út í stafrænni útgáfu plata með úrvali laga frá þessum tónleikum og eins verða birt á annan tug myndbanda frá tónleikunum. Af því tilefni verður blásið til útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur þar sem Tómas kemur fram með níu manna hljómsveit og spilar sín þekktustu latínlög sem hafa verið endurhljóðblönduð, útsett fyrir stórsveitir og hljómað á latínútvarpsstöðvum um víða veröld.

FLYTJENDUR:

Tómas R. Einarsson: kontrabassi
Kjartan Hákonarson: trompet
Óskar Guðjónsson: tenórsaxófónn
Samúel Jón Samúelsson: básúna
Ómar Guðjónsson: gítar
Davíð Þór Jónsson: píanó
Matthías MD Hemstock: trommur, slagverk
Sigtryggur Baldursson: kóngatrommur
Sigríður Thorlacius: söngur
Bógómíl Font: söngur

22:00 – Annes

Annes var stofnuð 2014 og hefur síðan gefið síðan út plöturnar Annes (2015) og Frost (2017). Af fyrri plötunni hlaut verkið Henrik Íslensku tónlistarverðlaunin en Frost var valin plata ársins á sömu verðlaunum í Jazz- og blús flokki. Hljómsveitin leikur rafmagnaða tónlist þar sem skautað er frá andlegri endurspeglun veðurbrigða norðurslóðanna yfir í pólitíska satíru, ávallt með umhverfisvitundina að leiðarljósi. Þó að tónlistin eigi sterkar rætur í tungumáli jazzins er hún fyrst og fremst suðupottur ólíkra áhrifa meðlimanna sem hver og einn hefur látið ríkulega til sín taka á sínum ferli.

ANNES:

Ari Bragi Kárason: trompet, flugelhorn, hljómborð
Jóel Pálsson: saxófónn
Guðmundur Pétursson: gítar
Eyþór Gunnarsson: píanó og hljómborð
Einar Scheving: trommur

https://reykjavikjazz.is/