Tix.is

Um viðburðinn

Spennandi tónleikatvenna í Flóa á Jazzhátíð Reykjavíkur sunnudagskvöldið 30. ágúst kl. 20:00 og 21:15. Einn miðapassi (6000 kr.) gildir á þrenna tónleika.

Fylgt verður fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda um fjöldatakmarkanir og fjarlægðamörk milli gesta verða tryggð.

19:30 – OKUMA

Okuma er dúó starfrækt í Reykjavík. Þeir skilgreina tónlist sína sem heimsendatónlist – staða mannsins í nútímanum er þeim hugleikin og uppspretta hugmynda. Þeir nota gagnvirkan búnað til þess að tengja saxófón og rafgítar við módúlar-syntha og tölvur fyrir rauntímahljóðvinnslu. Okuma rannsakar ólíka tengimöguleika til þess að skapa hljóðheim sem er opinn og flæðandi en virkar einnig sem rammi fyrir spuna. Akústík mætir elektróník á lífrænum leikvelli þar sem allt getur gerst.

OKUMA:

Daníel Friðrik Böðvarsson: gítar og hljóðgervlar
Tom Manoury: saxófónn og tölvuvinnsla

20:45 – Hafdís Bjarnadóttir & Parallax

Norska spunadjasshljómsveitin Parallax ásamt Hafdísi Bjarnadóttur rafgítarleikara og tónskáldi hafa undanfarin ár spunnið saman tónlist sem byggir á hljóðupptökum úr íslenskri náttúru. Hljóðunum safnaði Hafdís mestmegnis á nóttunni um nokkurra ára skeið og árið 2015 kom út diskurinn Sounds of Iceland undir nafni hennar í samstarfi við þýska útgáfufyrirtækið Gruenrekorder. Á þessum tónleikum jazzhátíðarinnar verður efni nýrrar plötu sem Hafdís og Parallax hljóðrituðu í Akranesvita gert opinbert með útgáfutónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Áhorfendur verða leiddir í ferðalag um landið með stuðningi trompets, tveggja rafgítara og slagverks auk náttúruhljóðanna.

Parallax hefur frá stofnun sveitarinnar árið 2008 þróað með sér einstakan stíl með því að skapa heildarhljóðmynd úr mjög margvíslegum hljóðgjöfum. Tónlistin getur verið allt frá því taktföst og hávaðakennd til þess að vera ljóðræn og innhverf. Sveitin hefur leikið á fjölmörgum plötum, bæði undir eigin nafni og í samstarfi við aðra. Hún hefur starfað með ýmsum tónskáldum, tónlistarmönnum og listamönnum, t.d. Hong Kong New Music Ensemble, Anders Tveit, Elisabeth Kjeldahl Nilsson og Evelina Dembace. Parallax hefur á síðustu árum leikið tónlist sína í Noregi, Bretlandi, Frakklandi, á Spáni, í Þýskalandi, Brasilíu, Ítalíu, Slóveníu, Singapúr og Kína.

22:00 – Óskar Guðjónsson & Skúli Sverrisson

Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson koma nú fram sem dúó í fyrsta sinn á Jazzhátíð Reykjavíkur. Samstarf þeirra á sér langa sögu og hefur meðal annars gefið af sér tvær stórgóðar plötur, Eftir þögn (After Silence) sem kom út árið 2002 og The Box Tree sem Mengi gaf út árið 2012 en fyrir þá plötu hlutu þeir Óskar og Skúli Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu djassplötu ársins 2012. Hér er um að ræða tvo af okkar fremstu músíköntum í jazz- og spunatónlist og því einstakt tækifæri að sjá þá á tónleikum.

“If you put Stan Getz in an echo chamber, playing at the quietest volume possible, his breath audibly escaping around the reed, alongside someone playing a semi-acoustic bass with baroque-guitar technique, you’d get something roughly like “The Box Tree”, a gorgeous record of duets between two Icelandic musicians, the bassist Skuli Sverrisson and the tenor saxophonist Oskar Gudjonsson. The 10 pieces on the album are studies in melodic ebb and flow at even projection. They’re not improvised pieces; they’re well-charted with sweet melodies. Because it doesn’t sound like much else, it can carve out a privileged space for you pretty quickly. It’s a pulse-settler and an order-restorer: It could be the last thing you listen to before you go to bed, or something to lead you into sleep.”
– Ben Ratliff. The New York Times. May 10, 2013

FLYTJENDUR:

Skúli Sverrisson: bassi
Óskar Guðjónsson: saxófónn

https://reykjavikjazz.is/