Tix.is

Um viðburðinn

3. júlí – Skuggamyndir frá Býsans
Haukur Gröndal, klarínett, saxófónn
Ásgeir Ásgeirsson, bouzouki, tamboura
Þorgrímur Jónsson, bassi
Erik Qvick, slagverk
Byzantine Silhouette eða Skuggamyndir frá Býsans er tónlistarunnendum, og sérstaklega unnendum balkantónlistar, að góðu kunn. Hún fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir og stendur töluvert til í tilefni afmælisársins en hljómleikaferð sem var fyrirhuguð frestaðist. Það er því gleðiefni fyrir meðlimi sveitarinnar að fá tækifæri til að leika á sumartónleikaröð jazzklúbbsins Múlans. Á dagskrá verður nýtt efni í bland við efni af viðamikilli efnisskrá sveitarinnar frá Grikklandi, Búlgaríu, Makedóníu og Tyrklandi. Í tilefni af afmælinu er aldrei að vita nema góðir gestir líti við.