Tix.is

Um viðburðinn

Hátíðardagskrá í Hannesarholti á þjóðhátíðardegi þar sem fléttað er saman einsöngslögum og dúettum fyrir sópran og mezzósópran við píanóundirleik. Tónlistarkonurnar flytja ástkær íslensk sönglög sem mörg hver skipa sérstakan sess hjá þjóðinni.

Flytjendur:

Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran stundaði söngnám við Tónlistarskóla Garðabæjar en framhaldsnám við Indiana University í Bandaríkjunum. Ingibjörg hefur haldið fjölda einsöngstónleika, tekið þátt í tónlistarhátíðum, óperum og verið einsöngvari með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum og kórum, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur gefið út tvær geislaplötur, Óperuaríur og Ó Ó Ingibjörg. Ingibjörg er söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar.

Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran lauk 8.stigs prófi frá Nýja Tónlistarskólanum. Fyrstu söngtímana tók hún í St. Pétursborg í Rússlandi, og stundaði einnigsöngnám við Söngskólann í Reykjavík og í Tónskóla Sigursveins. Hún hefur komið fram á fjölmörgum einsöngstónleikum bæði hérlendis og erlendis og sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hjá Íslensku óperunni og með ýmsum kórum.

Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari hóf nám í píanóleik 6 ára gömul hjá móður sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur en útskrifaðist frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og stundaði framhaldnám við Indiana University. Ástríður hefur komið víða fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistrmönnum. Hún er meðlimur í Elektra Ensamble og tangósveitinni Fimm í tangó. Árið 2012 gaf hún út sólóplötuna CHOPIN en einnig hefur komið út geisladiskurinn ALDARBLIK með henni og söngvurunum Eyjólfi Eyjólfssyni og Ágústi Ólafssyni. Ástríður Alda kennir við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Veitingastofurnar í Hannesarholti eru opnar fram að tónleikum.