Tix.is

Um viðburðinn

JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 30 ÁRA

Jazzhátíð Reykjavíkur fagnar 30 ára afmæli með glæsilegri tónleikadagskrá dagana 29. ágúst til 5. september næstkomandi. Það er við hæfi á stórafmæli að blása til stórveislu og því verður dagskráin lengri og viðameiri en undanfarin ár. Þessi tímamót gefa einnig tilefni til að gera íslenskri jazztónlist sérstaklega hátt undir höfði. Stór hluti íslenskra jazztónlistarmanna og kvenna mun koma fram á hátíðinni og í boði verða fjölmargir ólíkir tónleikar sem spanna breitt svið undir hinum stóra hatti jazz- og spunatónlistar í bland við erlenda gesti eins og venja er.* Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Jazzhátíð Reykjavíkur 2020.

Allar nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikjazz.is

*Í ljósi mögulegra raskana á millilandaflugi gæti erlent tónlistarfólk mögulega forfallast. Ef það gerist kemur íslenskt tónlistarfólk í þeirra stað í dagskránni.