Tix.is

Um viðburðinn

Frumflutningur fjögurra strengjakvartetta sem samin eru sérstaklega fyrir Salinn eftir tónskáldin Ásbjörgu Jónsdóttur, Sigurð Árna Jónsson, Gunnar Karel Másson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.Flytjendur:

Strokkvartettinn Siggi:
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló

Tónskáldin:

Ásbjörg Jónsdóttir lauk meistaraprófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur breiðan tónlistarlegan bakgrunn, allt frá djasssöng til kórastarfs en hefur þroskað tónsmíðagáfu sína jafnt og þétt í eftirminnilegum kammerverkum sem sameina léttleika og ljóðrænu.

Gunnar Karel Másson lauk meistaraprófi í tónsmíðum frá Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn en segja má að heimspeki og leikhús eigi ekki minni skerf af honum en tónlistin. Hann hefur tekið þátt í uppsetningu fjölda leiksýninga og samið eða sniðið hljóðheim þeirra. Tónverk hans eru gjarnan eins og leiksvið þar sem hugmyndir takast á.

María Huld Markan Sigfúsdóttir gjörþekkir fiðluna sem flytjandi og hefur í nokkrum tónverkum sínum undanfarið kannað hljóðheim hennar á frumlegan hátt. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og hefur mikla reynslu sem tónskáld og flytjandi. Auk kammerverka hennar, sem hafa verið tekin upp og flutt víða um heim hefur hún samið fyrir hljómsveit og tónlist við nokkrar kvikmyndir.

Sigurður Árni Jónsson lauk meistaraprófi bæði í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn í Svíþjóð. Hann stjórnar Ensemble Dasein í Gautaborg og hefur rannsakað ýmis blæbrigði kammerskriftar á sannfærandi hátt, en eftir hann liggja jafnframt tvö hljómsveitarverk.
Tónverk 20 / 21 er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og unnið í samvinnu við Tónverkamiðstöð Íslands.

Áskrift að Tíbrár tónleikum:
Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana tíu í Tíbrá fæst 50% afsláttur af miðaverði.

Kaupa áskrift: