Tix.is

Um viðburðinn

Titill tónleikanna vísar til örlagaríkra atburða í sögu Evrópu og einnig í lífi einstaklinga.

 Concerto Pathétique var frumfluttur árið 1867, sama ári og Franz Joseph I. var krýndur konungur í Ungverjalandi. Stóra Austuríska-ungverska keisaraveldið splundraðist hinsvegar eftir fyrri heimstyrjöldina.

Á sama tíma 1919-20 semur Ravel La valse, ákveðna hyllingu til valsakóngsins Strauss yngri. Verkið vísar til mikilmennskubrjálæðis aðalsins sem leiddi álfuna í glötun og dró milljónir til dauða.

Nýr heimur eftir fyrri heimstyrjöldina er hinsvegar síst fullkominn og leiðir Evrópu til nasismans og seinni heimsstyrjaldar.

Victor Urbancic þurfti að yfirgefa Austurríki 1938 og settist að á Íslandi. Rondóið hans er minning um gamla tíma 19. aldar og um valsakónginn Strauss.

John Speight flutti til Íslands frá Englandi árið 1972 en fyrir hann - eins og fyrir flytjendur á tónleikunum,  Aladár og Peter - reyndist Ísland nýja heimalandið. Evening Music („Music for a June Evening“) er víðamesta íslenska verkið fyrir tvö píanó en mjög fá íslensk tónskáld hafa samið verk fyrir þessa hljóðfæraskipan.



Flytjendur:  

Aladár Rácz, píanó
Peter Máté, píanó

 


Efnisskrá: 

Ferenc Liszt (1811-1886)

Concerto Pathétique

 

Victor Urbancic (von Urbantschitsch) (1903-1958)

Konzertrondo nach Themen aus dem Morgenblätterwalzer von Johann Strauss

 

John A.Speight (1945)

Evening Music

 

Maurice Ravel (1875-1937)

La valse

 


 

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavog

 

Áskrift að Tíbrár tónleikum:
Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana tíu í Tíbrá fæst 50% afsláttur af miðaverði.

 

Kaupa áskrift: