Tix.is

Um viðburðinn

Hægt verður að KAUPA  og SÆKJA boli  á eftirtöldum stöðum fram að hlaupi:

  •  Á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ Íþróttamiðstöðinni Laugardal frá kl. 08:30-16:30
  • Í verslun Scintilla Laugavegi 40 frá kl. 10:00-18:00
  •  Í sundlauginni Jaðarsbökkum Akranesi frá kl. 6:00-21:00 fimmtudag og föstudag
  •  Á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ í Íþróttahöllinni á Akureyri frá kl. 9:00-16:00
  •  Hjá Leturstofan Vestamannaeyjum frá kl. kl 16 fimmtudag og föstudag
  •  Í Tíbrá á skrifstofu Ungmennafélag Selfoss frá kl. 9:00-15:00.

ATHUGIÐ! ef keyptir eru bolir á tix.is EFTIR kl. 22:00 miðvikudaginn 10. júní er ekki hægt að tryggja að þeir berist fyrir laugardaginn. En að sjálfsögðu verður hægt að kaupa boli eftir hlaup ef birgðir endast

Kaup á bol:
Setja þarf inn stærðir á bolum í greiðsluferlinu í þar til gert textabox. Stærðir í boði: 4-6 ára, 5-6 ára, 7-8 ára, 9-10 ára, 11-12 ára, XS, S, M, L, XL, XXL, XXXL. Bolirnir henta öllum, eru ekki aðsniðnir. Hægt er að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ og fá aðstoð við bolakaup.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram 13. júní, 30 árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Í ár er markmið hlaupsins að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2020 eru „Hlaupum saman“.

Til að mæta nýjum tímum þarf nýja hugsun. Hinn klassíski Kvennahlaupsbolur hefur verið einkennismerki hlaupsins um árabil og því fylgdi því talsverð eftirvænting í hvert skipti að sjá hvaða litur yrði á bolunum og þannig hlaupinu öllu það árið. Árið 2020 sjáum við nýjan bol hugsaðan frá grunni en það er Linda Árnadóttir lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og eigandi Scintilla sem hannar. Bolurinn er bæði fallegur og praktískur, hentar afar vel sem hlaupa- og æfingaflík en nýtist einnig við önnur tilefni, hann er unninn úr endurunninni lífrænni bómull og endurunnu plasti.

Bolurinn er til í takmörkuðu upplagi, einungis seldur hér á www.tix.is og í verslun Scintilla að Laugavegi 40 þar sem hægt er að máta. 50 fyrstu sem kaupa bol hér á Tix fá fallegan taupoka í kaupbæti. Kaup á bolnum gefur þátttökurétt í hlaupinu. Í takt við þessa nýju umhverfisstefnu hlaupsins má með einföldum hætti greiða aðeins fyrir þátttöku í hlaupinu á www.tix.is.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer sem fyrr segir fram þann 13. júní á yfir 80 stöðum á landinu og allir geta tekið þátt óháð aldri, þjóðerni eða kyni. Fjölmennustu hlaupin fara fram í Garðabæ og Mosfellsbæ kl. 11 laugardaginn 13. júní. Nánari upplýsingar um alla hlaupastaði og tímasetningar birtast á www.kvennahlaup.is. Í ljósi Covid–19 verða gerðar ráðstafanir um fjölda þar sem það á við og allar reglur virtar skilyrðislaust. Þátttakendur eru hvattir til að gera sínar eigin ráðstafanir og virða þessar aðstæður.

Hlaupum saman laugardaginn 13. júní.