Íslenski dansflokkurinn kynnir tvö ný íslensk
dansverk, frumsýnd sama kvöldið á stóra sviði Borgarleikhússins.
Hverfa
Verk eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur
Hverfa er óður til negatívunnar og þess sem blasir ekki við, líkt og
ranghverfa á flík, herðatré á tómum fatarekka, hátalarasnúra í flækju eða annað
sem við tökum að öllu jöfnu ekki eftir. Verkinu má líkja við upphafningu á
aukaatriðum þar sem hið ósýnilega verður sýnilegt. Í Hverfu mætast tveir
dansarar í nokkurs konar sálumessu til leikhússins og þess sem á það til að
hverfa í bakgrunninn.
Að vera horfandi að verkum Margrétar Söru er einsog að horfa inn í
fljótandi spegil. Hér líður tíminn á annan hátt en við erum vön. Nærvera
dansaranna á sviðinu, sviðsmynd og tónlist bjóða okkur að halla okkur inn í
spennandi flæmi þar sem innri og ytri veruleiki fljóta saman og okkur er boðið
inn í kraftmikla og dáleiðandi upplifun.
Jólin nálgast og
snjókorn falla. Dimmir dagar faðma okkur og kertaljós vísa leiðina að
jólaskapinu. Ung stúlka verður forvitin um hinn dularfulla jólaanda eltir
ljósin í leit að sannri merkingu hans. Hún hefur heyrt um mátt jólaandans,
hvernig hann fyllir hvert rými og jólastund. Hún veit upp á hár að andann þarf
hún að finna, sjálfan sig að kynna og jólaósk sína uppfyllta fá.
Á vegferð sinni hittir
hún töfrandi fyrirbæri og frekar fúlan jólakött, hræddan héra og illa lyktandi
skötu. Nýju vinirnir og uppáhalds tréð hennar í skóginum hjálpa henni að átta
sig á því að jólaandinn býr innra með henni og vinátta, þakklæti og hjálpsemi
eru hluti af honum. Við upphaf ferðalagsins veit hún ekki nákvæmlega hvers hún
leitar eða í hvers konar formi það gæti verið. En á leið sinni áttar hún sig á
því hversu sérstakt það er að hjálpa vini og hvernig góðvild getur fengið hvern
sem er til að brosa.
Sagan sýnir krökkum að
jólin snúast ekki um efnislegar gjafir og fyrirframgefnar hugmyndir um hvernig
jólin eiga að líta út heldur sé þess virði að líta inn á við og finna fyrir
hlýjunni í hjartanu á fallegum stundum. Leyndarmál sem er þess virði að deila
með forvitnum börnum, sérstaklega á jólunum.
Að sýningum loknum verða kenndar
danshreyfingar fyrir þá sem vilja.
While in battle I’m free, never free to rest - Íslenski dansflokkurinn
Áskrift - Íd árskort 35%:
15. feb. 2025 - lau. 20:00
21. feb. 2025 - fös. 20:00
Í þessu kraftmikla verki danshöfundarins Hoomans Sharifi mætast
tveir ólíkir hópar með ólíkan bakgrunn — street-dansarar og samtíma-
dansarar. Hvor hópur á sér sinn einstaka ryþma og tungumál. Stefnumót
þeirra einkennist af forvitni og sameiginlegri ástríðu fyrir hreyfingu. Þau
nálgast hvert annað af varfærni og yfirstíga landamæri með líkamstjáningu
sinni. Þannig skapast rými þar sem einstaklingnum er fagnað og
fjölbreytileikanum
er tekið opnum örmum. Reynslan er ný af nálinni fyrir alla dansarana, þenur út mörk og víkkar sjóndeildarhringinn.
Tambur-tónlist Arash Moradi er sameiningar- afl í þessum
menningarlega samruna, bæði fyrir dansarana og áhorfendur, og lifandi
tónlistarflutningur hans fyllir andrúmsloftið af ókunnugum en hrífandi
laglínum.
Hooman Sharifi fæddist í Íran en kom fjórtán ára gamall einn
síns liðs til Noregs. Fyrsta dansreynsla hans var í heimi hipphopps og
street-dans. Hann útskrifaðist sem danshöfundur frá Listaháskólanum í Osló árið 2000 og hefur síðan markað sér stöðu sem pólitískur, áleitinn
og öflugur listamaður.
Goðsögnin um hina
ódauðlegu ást Orfeusar og Evridísar er til í ýmsum útgáfum en þessi vinsæli
efniviður rekur þó rætur sínar til enn eldri sagna um gyðjuna Demetru sem sá á
eftir dóttur sinni Persefónu til undirheima, í hendur Hadesar. Í Grikklandi til
forna voru einmitt haldnar miklar hátíðir til heiðurs Demetru og þá jafnan í
tengslum við akuryrkju; sáningu og uppskeru. Í meðförum Íslenska dansflokksins
er gerð tilraun til þess að túlka söguna um Orfeus og Evridísi sem eilífa
hringrás vaxtar og hrörnunar, fæðingu og dauða. Hér er sjónum beint að
umbreytingum, listsköpun og því ferli sem fætt hefur af sér hugmyndina um
snillinginn Orfeus – manninn sem dáleiðir allt kvikt með söng sínum og nærist á
sorginni í upphafinni brúðarmynd.
Þessi nýi
jaðarsöngleikur veltir upp spurningum um líf og dauða, skilning og tilfinningu,
listsköpun og ærandi þögn – hver á „Gullna reyfið?“ Hvaðan koma allir
snákarnir? Og hefur Evridís einhvern áhuga á að snúa aftur til fyrra lífs?
Þú virðist vera með fleiri en einn vafraglugga-eða flipa opinn, miðarnir í þessum glugga eru ekki lengur fráteknir. Smelltu á "OK" til að leita að nýjum miðum.
Þú getur fært sætin þín með því að smella á takkann "Færa sæti". Þegar þú hefur fært sætin smellir þú á "Halda áfram" takkann til þess að staðfesta breytinguna eða X-ið efst til að hætta við.
Þessi viðburður er seldur með samfélags fjarlægðar mörkum svo kerfið mun velja bestu mögulegu sætin fyrir þig með tilliti til samfélags fjarlægðar á milli hópa.
Smelltu á ný sæti takkann efst í hægra horninu til að færa sætin þín til í salnum (þú færð sjálfkrafa bestu lausu sætin í völdu verðsvæði).
Smelltu á laust sæti til að færa öll sætin til í salnum.
Smelltu á laust sæti til að velja eitt sæti í einu. Þegar þú hefur valið sæti getur þú skipt um miðagerð með því að smella á nafnið í körfunni og velja nýja miðagerð. Sumar miðagerðir krefjast þess að þú veljir fleiri en eitt sæti.
Smelltu á ný sæti takkann efst í hægra horninu til að færa sætin þín til í salnum (þú færð sjálfkrafa bestu lausu sætin í völdu verðsvæði).
Ekki má skilja eftir stakt laust sæti við hlið þeirra sem þú velur.