Velja þarf réttan fjölda af sýningum til þess að halda áfram
Lúxuskort
Ef valdar eru átta sýningar eða fleiri færðu 40% afslátt af
miðaverði allra sýninga, getur valið þér sæti í salnum á undan öllum öðrum og
færð að auki 15% afslátt á Leikhúsbar Borgarleikhússins. Einnig færðu ókeypis
leikskrár á þeim sýningum sem hafa leikskrár
og boð á viðburði. Leikhúskortahafar fá send
tilboð í vefpósti reglulega á leikárinu.
Vinsamlegast athugið að Lúxuskort eru í takmörkuðu upplagi.
Í kaupferlinu velur þú fjölda korta og velur þá
átta sýningar eða fleiri á kortið með því að smella á „Velja sýningu“. Eftir að
hafa valið allar sýningarnar og smellt á „Finna kort“ birtist endanlegt verð á
Lúxuskortinu þínu. Þar getur þú einnig skipt um sæti með því að smella á „skoða
sæti“.
Athugið, dagsetningar á áskriftarkortum eru birtar með
fyrirvara um breytingar.
Hinn óborganlegi
Laddi er mættur í Borgarleikhúsið
Frumsýning 3.
mars
Salur: Stóra svið
Hver er Laddi? Og
hvaðan kemur húmorin sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í bráðum
hálfa öld? Í þessari sýningu verður skyggnst inn í kollinn á Ladda, uppruni gamalkunnra
persóna kannaður, þróun íslensks gríns sett undir smásjá og lyklar að manninum
sjálfum á bak við grínið dregnir fram – en fyrst og fremst verður hlegið – og
þakkað fyrir alla gleðina. Óborganleg sýning um óborganlegan mann sem fyrir
löngu er orðinn þjóðargersemi og almannaeign.
Leikstjórinn og
handritshöfundurinn Ólafur Egill hefur löngum sótt í íslenskan veruleika og
sett upp hverja verðlaunasýninguna á fætur annarri þar sem hann kryfur
samtímann og segir sögur þjóðarinnar. Nægir þar að nefna Níu líf og Ástu sem hann skrifaði og leikstýrði og Elly sem hann skrifaði ásamt Gísla Erni
Garðarssyni. Hér fær hann Þórhall Sigurðsson, sjálfan Ladda, í sófann til sín
ásamt fremstu gamanleikurum Borgarleikhússins.
Elly er komin
aftur! Í takmarkaðan tíma stígur Katrín Halldóra aftur á Stóra sviðið sem Elly Vilhjálms í
rómaðri sýningu Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssonar.
Sýningin sló á sínum tíma öll met og naut fádæma vinsælda. Nú snýr Elly aftur
vegna fjölda áskorana! Hún bjó yfir óræðri dulúð og töfraði áhorfendur með söng
sínum og leiftrandi persónuleika; túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk
og hlý. Líf Ellyjar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti
lítið um að svara því hún var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna. Í
þessari mögnuðu sýningu fetar Katrín Halldóra í fótspor einnar dáðustu söngkonu
þjóðarinnar og syngur sig inn í hjörtu áhorfenda sem aldrei fyrr.
Höfundur: Gísli Örn Garðarsson
og Ólafur Egill
Egilsson
Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson
Tónlistarstjóri:
Guðmundur Óskar
Guðmundsson
Sviðshreyfingar:
Selma
Björnsdóttir
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir
Lýsing/Umsjón
með enduruppsetningu:
Þórður Orri
Pétursson/Pálmi Jónsson
Leikgervi/Umsjón
með
enduruppsetningu:
Árdís
Bjarnþórsdóttir/Elín
S. Gísladóttir
Hljóð/Umsjón
með enduruppsetningu: Garðar Borgþórsson/Þorbjörn Steingrímsson
Verðlaunaskáldsaga
Auðar Övu birtist hér ljóslifandi á Stóra sviðinu í mögnuðu sjónarspili.
Hekla þráir að
skrifa en það reynist fjarlægur draumur fyrir unga konu á Íslandi rétt
eftir miðbik
síðustu aldar. Draumurinn er enn fjarlægari fyrir Íseyju, sem er gift og komin
með
barn og eru
sjálfkrafa allar bjargir bannaðar. Bara að fá að vera til á eigin forsendum
virðist utan seilingar og hið sama upplifir hinn ungi Jón John.
Ungfrú
Ísland er kyngimögnuð
saga sem gerist á barmi byltinga, fangar tíðaranda og tilfinningar. Þetta er
saga um baráttu fólks fyrir höfundarétti á eigin lífi á tímum þegar sjálfstæði
kvenna og hinseginleiki voru þyrnar í augum íhaldsams samfélags, barátta sem
enn er háð í dag. En þetta er einnig saga um sjálfan sköpunarkraftinn,
lífsviljann og ævarandi leit að betri heimi, þar sem allt það sem ekki er orðið
til kraumar undir yfirborðinu og brýtur sér leið í ljósið með tilheyrandi
titringi og átökum.
Ritsnilld Auðar
Övu er landsmönnum að góðu kunn og hér má finna leiftrandi húmor, þungan harm og heillandi
fegurð. Leikstjórn er í höndum Grétu Kristínar Ómarsdóttur og leikgerðin
er unnin af Bjarna Jónssyni en með helstu hlutverk fara íris Tanja Flygenring,
Birna Pétursdóttir, Fannar Arnarsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.
Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir
Leikgerð: Bjarni Jónsson
Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir
Leikmynd: Kristinn Arnar Sigurðsson
Búningar: Filippía Elísdóttir
Tónlist: Unnsteinn Manúel Stefánsson
Lýsing: Pálmi Jónsson
Hljóð: Unnsteinn Manúel Stefánsson og Jón Örn
Eiríksson
Dásamlega fyndið og heiðarlegt verk um fjölskylduflækjur
og kynslóðabil
Frumsýnt 11. október
Salur: Stóra svið
Kvöldmaturinn er
kominn á borð hjá hjónunum Nönnu og Villa. Hún kemur með límónaðið, hann er tilbúinn með
glasamotturnar og svo setjast þau að snæðingi eins og flest kvöld undanfarin fimmtíu ár. En í
stað þess að ræða um veðrið eða sjónvarpsdagskrána segist Nanna vilja skilnað og Villi
samþykkir það vafningalaust. Áður en hendi er veifað eru synir þeirra hjóna,
auk tengdadóttur, mætt á staðinn til að telja foreldrum sínum hughvarf. Gamalt
fólk skilur ekki, gamalt fólk
ætti að vita betur, gamalt fólk ætti ekki að vera með vesen! Eru þau hvort eð er ekki orðin of
gömul til að vera að spá í ást og hamingju?
Hilmir Snær
Guðnason stýrir þessu bráðskemmtilega verki um fjölskylduflækjur en með hlutverk fara
Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Vilhelm Neto,
Esther Talía Casey, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Fannar Arnarsson.
Eins og Rómeó og
Júlía okkar tíma hefur ástarsaga kúrekanna Ennis og Jacks snert við hjörtum áhorfenda
um allan heim. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie
Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee rómaða kvikmynd eftir
sögunni. Hér segir af kúrekunum Ennis og Jack sem hittast fyrir tilviljun þegar
þeir vinna við að smala búfé á fjöllum í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldar.
Þrátt fyrir gríðarlega fordóma samfélagsins dragast þeir hvor að öðrum og reyna
saman að höndla ást og frelsi sem er í fullkominni mótsögn við ofbeldið og
erfiðleikana í umhverfi þeirra.
Leikstjórinn
Valur Freyr Einarsson fær til liðs við sig tvo af fremstu leikurum
Borgarleikhússins í hlutverk Ennis
og Jacks auk þess sem lifandi tónlist sýningarinnar er í höndum Guðmundar Péturssonar og
Þorsteins Einarssonar.
Köttur á heitu blikkþaki Tímalaus klassík
Tennesse Williams í leikstjórn Þorleifs Arnar
Frumsýnt 29. desember
Salur: Litla svið
Í þessu
meistaraverki Tennessee Williams kemur fjölskylda saman til að fagna stórafmæli föðurins, en
þegar líða tekur á kvöldið er fögnuðurinn fljótur að snúast upp í andhverfu sína.
Erfðadeilur, sálarflækjur og kynferðisleg spenna leiða persónur verksins á
tilfinningaleg jarðsprengjusvæði,
þar sem baráttan fyrir tilverunni, frelsinu og sannleikanum tekur yfir. Hvað erum við
tilbúin að gera til að horfast ekki í augu við raunveruleikann?Þorleifur Örn er
þekktur fyrir umfangsmiklar sýningar og listræn stórvirki, en í þetta sinn tekst hann á við
sígilt verk með innilegri nálgun og þaulreyndum leikhópi. Þetta magnaða verðlaunaverk
hefur aðeins einu sinni áður verið sett á svið í atvinnuleikhúsi á Íslandi en
um fádæma vinsældir
þess þarf ekki að fjölyrða.
Sýslumaður Dauðans
Fyndið, hjartnæmt
og sprúðlandi af sköpunargleði
Frumsýnt 21.
september
Salur: Nýja svið
Sýslumaður
Dauðans er nýr,
íslenskur, súrrealískur drama-gamanleikur. Ævar Birkisson missir föður sinn,
Birki Ævarsson og á Útfararstofu Orfeusar fær Ævar tilboð sem hann getur ekki
hafnað. Upphefst kafkaískur leiðangur Ævars í leit að föður sínum þar sem hann
tekst á við ævintýralegar kynjaverur en líka rannsóknarlögreglu,
spjallþáttastjórnendur og síðast en ekki
síst, Sýslumann Dauðans. Verkið er skapað inn í íslenskan veruleika og er
fyndið, hjartnæmt og sprúðlandi af sköpunargleði.
Höfundurinn,
Birnir Jón Sigurðsson var starfandi leikskáld Borgarleikhússins leikárin
2023-2024 og er Sýslumaður Dauðans
afrakstur þeirrar
vinnu. Leikstjórinn Stefán Jónsson grípur verkið höndum
tveimur og með frábærum hópi leikara og listrænna stjórnenda leiðir okkur inn í
magnaðan heim sem er í senn harmrænn og bráðfyndinn.
Lúna Magnað, beitt og
meinfyndið verk úr smiðju Tyrfings
Sýningar hefjast
13. september
Salur: Litla svið
Lúna snýr aftur á Litla sviðið eftir fádæma
góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda.
Í brakandi fersku
verki eftir höfuðskáld okkar Íslendinga, Tyrfing Tyrfingsson, er komið aðfangadagskvöld
og hjónaleysin Lúna og Ingi sitja heima og vilja helst vera einhvers staðar
allt annars staðar. Þegar barið er að dyrum er þar hvorki kominn andi jólanna
né jólasveinninn heldur Heiðar snyrtir sem á erindi við Inga.
Eins og allir
vita sem þekkja til verka Tyrfings er enginn honum fremri þegar kemur að því að
skapa persónur, samtöl og aðstæður sem skera inn að hjarta, vekja hlátur en eru
jafnframt svo óbærilegar að þær valda jafnvel líkamlegum óþægindum. Persónur hans
eru gjarnan á skjön við samfélagið, tilheyra hópi sem oft kallast jaðraður, en
eru þegar nánar er að gáð fyrst og fremst
breyskar manneskjur – stundum bara aðeins lélegri í að fela breyskleika sína en
við hin.
Lúna er áttunda leikrit Tyrfings
Tyrfingssonar og það sjötta sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Þeir Stefán Jónsson,
leikstjóri, sameina nú krafta sína í þriðja sinn í þessari mögnuðu sýningu sem
hlaut fádæma viðtökur og fjórar Grímutilfnefningar á síðasta leikári.
Fíasól gefst
aldrei upp Barnasýning
ársins á Sögum 2024
Sýningar hefjast
8. september
Salur: Stóra svið
Fíasól
gefst aldrei upp snýr nú aftur á
Stóra sviðið ásamt öllum barnahópnum í þessari vinsælu
fjölskyldusýningu sem gekk fyrir fullu húsi á síðasta leikári, hlaut fjórar
tilnefningar til Grímunnar og
fern verðlaun á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, þar á meðal fyrir Barnasýningu
ársins.
Hún er óstöðvandi
gleðisprengja, full af orku en stundum löt, skarpgreind en fljótfær og svo
hugmyndarík að foreldrum hennar stendur hreinlega ekki alltaf á sama. Stelpuskottið
Fíasól er fyrir löngu orðin sígild í íslenskri barnabókmenntasögu og á sér aðdáendur
á öllum aldri. Hér stígur hún aftur á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í nýrri
leikgerð sem byggir á rómuðum skáldverkum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.
Leikstjórinn
Þórunn Arna Kristjánsdóttir leiðir úrvalslið leikara og magnaðan barnahóp í
fjölskyldusöngleik með frumsaminni tónlist hins góðkunna Braga Valdimars
Skúlasonar.
Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir
Leikgerð: Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Fúsi, aldur og fyrri störf Falleg og hjartnæm sýning um merkilegt lífshlaup
Sýningar hefjast 26. október
Salur: Litla svið
Fúsi, aldur
og fyrri störf, er heimildaleiksýning
um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunni fer Fúsi yfir ævi sína og valin
atriði úr fjölbreyttu lífi hans eru færð í leik- og söngbúning með aðstoð
leikara og söngvara. Fúsi er húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari, söngvari
og lífskúnstner sem minnir okkur á að lífið er alltaf þess virði að lifa því þó
stundum sverfi að. Hindranirnar í lífi Fúsa hafa eflt hann og hvatt til að lifa
lífinu til hins ýtrasta með fötlun sinni og njóta hvers einasta dags. Stundum
er lífsreynsla þó þess eðlis að aldrei verður fyllilega hægt að komast yfir
hana, sama hversu jákvæður og sterkur einstaklingur er.
Sýningin byggir á
viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans og leikstjóri sýningarinnar tók
við hann meðan á covid faraldrinum stóð. Tilurð sýningarinnar er því samband frændanna
Fúsa og Agnars og samverustundir þeirra.
Sýningin var
tilnefnd til fjölda Grímuverðlauna árið 2024, þar á meðal sem sýning ársins og
hlaut verðlaunin fyrir leikstjórn og Sprota ársins. Þá fékk Fúsi Múrbrjótinn,
verðlaun Þroskahjálpar, fyrir að brjóta niður veggi í þágu þroskahamlaðra.
Höfundar: Agnar Jón Egilsson og Sigfús Sveinbjörn
Svanbergsson
Kammeróperan í
samstarfi við Borgarleikhúsið setur upp hina sívinsælu gamanóperu Brúðkaup
Fígarós eftir Mozart í
nýrri íslenskri þýðingu Bjarna Thors Kristinssonar.
Greifinn og greifynjan eru ungt og upprennandi
athafnafólk sem hefur tekist hið ómögulega og byggt upp farsæla starfsemi í
kringum vínrækt í Mosfellsbæ, en ekki er allt sem sýnist í þessari paradís. Þó að óperan sé í grunnin kómísk þá
eru þar samt sterkir samfélagslegir þættir sem tala til okkar í dag og það er
spennandi áskorun að yfirfæra þann hluta verksins yfir á nútímasamfélag. Í
þessari útgáfu óperunnar láta starfsmenn vínræktuninnar óréttlæti og
kynferðislega áreitni greifans ekki viðgangast og snúa á yfirmann sinn (með
aðstoð greifynjunnar) til að sýna honum í tvo heimana.
Áhorfendur eru
dregnir inn í heim óperunnar strax og þeir mæta í leikhúsið en áður en sýningin
sjálf hefst býðst gestum að taka þátt í vínsmökkun sem greifinn stendur fyrir.
Árið án sumars Rómantísk
hrollvekja um vináttu og veður
Frumsýnt 27.
janúar
Salur: Stóra svið
Hópur ungskálda
bíður af sér óvenjulegan sumarstorm í sveitasetri við Genfarvatn. Þau drepa
tímann með óhugnanlegum sögum en þetta kvöld er eitthvað annað og meira sem
ásækir þau en bara skáldskapur.
Hinn umtalaði
leikhópur Marmarabörn snýr aftur á svið með síðasta hluta hamfara-þríleiks
síns. Fyrri sýningar hópsins, Að flytja fjöll í þremuratrennum og Eyður, hlutu mikið lof áhorfenda og
gagnrýnenda og hafa verið sýndar víða um heim. Marmarabörn stefna saman
tilraunamennsku og hefðum leikhúsformsins til þess að setja á svið tímalausar
sögur á áhrifaríkan og leikandi hátt.
Árið án
sumars er ögrandi
sjónarspil innblásið af raunverulegum atburðum sem áttu sér stað árið 1816 sem var
betur þekkt sem árið án sumars. Höfuðskáld Rómantíkurinnar ætluðu sér að
sleikja sólina við Genfarvatn en þurftu oft að verja tíma innandyra vegna
veðurs, því eldgos hinum megin á hnettinum hafði valdið óvenjulegu
gjörningaveðri. Ýmis bókmenntaverk urðu til í þessari afdrifaríku sumardvöl,
þar má nefna Frankenstein
eftir Mary
Shelley, Vampíruna (e. The Vampyre) eftir John Polidori og sum þekktustu
ljóð Byrons lávarðar.
Eins og þegar
Viktor Frankenstein horfðist í augu við skelfilegt sköpunarverk sitt eða líkt
blóðþyrstri vampíru sem svífur á fórnarlamb, stöndum við nú líka andspænis
ógurlegri afturgöngu: afleiðingum gjörða okkar í formi loftslagsbreytinga.
Þá Gunna og Felix þarf sennilega ekki að kynna
fyrir neinum enda hafa þeir glatt börn á öllum
aldri í áratugi og verið brennandi í áhuga sínum
og ástríðu fyrir barnamenningu. Nú bjóða þeir
félagarnir - ásamt Karli Olgeirssyni - börnum
og fylgdarfólki á dásamlega jólastund í Borgarleikhúsinu, alla sunnudaga á aðventunni.
Gegnum tíðina hefur Felix gefið Gunnari
sérlega góðar jólagjafir og þessi jól ætlar Gunni
að launa vini sínum hugulsemina og gefa Felix
bestu jólagjöf í heimi. Nú er gjöfin góða á leiðinni
og bæði Gunni og Felix eru að farast úr spenningi
rétt eins og öll börn sem bíða jólanna með fiðrildi
í maganum.
Jól á náttfötunum var frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu síðustu jól en nú eru Gunni og Felix
komnir á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu og lofa
gleði, söng, gríni og spennu og síðast en ekki síst
jólahuggulegheitum!
Höfundar: Felix Bergsson og Gunnar Helgason
Leikstjórn: Björk Jakobsdóttir
Tónlist: Máni Svavarsson, Jón Ólafsson
Danshöfundar: Gunni og Felix
Leikmynd og búningar: Björk Jakobsdóttir
Lýsing: Freyr Vilhjálmsson
Hljóðmynd: Karl Olgeirsson, Máni Svavarsson
Píanóleikur: Karl Olgeirsson
Myndvinnsla: Ingi Bekk
Leikarar: Felix Bergsson, Gunnar Helgason,
Karl Olgeirsso
Hallgrímur
Helgason er margverðlaunaður metsöluhöfundur sem fangað hefur hug og hjörtu
þjóðarinnar með verkum sínum um fólkið í sjávarþorpinu Segulfirði í bókum sínum
Sextíukíló af sólskini, Sextíu kíló af kjaftshöggum og þriðju bókinni, Sextíu kíló
af sunnudögum sem væntanleg er
nú í haust.
Hallgrímur er
kunnur sögumaður og hefur haldið gríðarlega vinsæl námskeið þar sem hann opnar bækurnar
upp á gátt fyrir lesendum sínum og nú gerir hann gott betur og býður gestum til
sætis á Litla sviði Borgarleikhússins. Á sviðinu rekur hann frásögnina í gegnum
skáldsögurnar af alkunnri list, les upp úr bókunum, lyftir hulunni af vinnuferlinu,
baksögunum og innblæstrinum og gæðir persónur sínar lífi sem aldrei fyrr.
Tóm hamingja er
glæný gleðisprengja á tveimur sviðum. Þetta ferska og sprenghlægilega leikhúsform
heldur öllum á tánum, leikurum jafnt sem áhorfendum. Vinahópurinn ákveður að
taka smá inngrips partý upp í bústað um áramótin. Þau hafa þungar áhyggjur af
Hjálmari sem virðist alveg vera að missa af hamingjulestinni. Hann er óvirkur á
samfélagsmiðlum og hættur að drekka sem er klárlega merki um alvarlegt
þunglyndi. Því ákveður vinahópurinn að hjálpa. Þessi áramót eiga að vera tóm
hamingja svo Hjálmar sjái ljósið á ný. En misskilningur, meðvirkni,
ofskynjunarvöfflur, framhjáhald, kind og fleira flækja bústaðarferðina all
verulega.
Gaflaraleikhúsið
er þekkt fyrir stórskemmtilegar sýningar unnar lóðbeint upp úr íslenskum
veruleika og áhorfendur verða ekki sviknir af þessu bráðfyndna verki sem allir frá
fermingu og fram á grafarbakkann geta hlegið að.
Höfundar: Arnór Björnsson, Ásgrímur
Gunnarsson og Óli
Gunnar Gunnarsson
Leikstjórn og
dramatúrg: Björk
Jakobsdóttir
Leikmyndahönnun
og smíði: Svanhvít Thea Árnadóttir
Hljóðstjórn: Máni
Svavarsson
Tónlist: Jónas
Sigurðsson
Búningar: Sara Sól
Sigurðardóttir
Lýsing: Freyr Vilhjálmsson
Aðstoðarleikstjóri:
Kolbrún María
Másdóttir
Framkvæmdastjórn:
Björk Jakobsdóttir
og Gunnar Helgason
Leikarar:
Arnór Björnsson
Ásgrímur
Gunnarsson
Benedikt
Karl Gröndal
Berlind Alda
Ástþórsdóttir
Óli Gunnar
Gunnarsson
Steinunn
Arinbjarnardóttir
Vigdís Halla
Birgisdóttir
Sýningin er
styrkt af Sviðslistasjóði og
Hafnafjarðarbæ. Í samstarfi við Gaflaraleikhúsið.
Þorleifur Aron, kallaður Doddi, fráskilinn karlmaður á
fimmtugsaldri og Óli Gunnar, yngri bróðir hans hittast
til að horfa á alla leiki Manchester United saman í
sófanum. Leikir enska liðsins eru fastinn sem gefur lífi
þeirra lit en einnig sá tími sem þeir geta eytt saman og
fengið frið frá amstri dagsins. Yfir leiknum fá tilfinningar
þeirra lausan tauminn og í gegnum leikinn fá þeir útrás
auk þess sem óhófleg drykkja þeirra er réttlætanleg.
Þennan tiltekna laugardag sem verkið gerist bregður
út af vananum er Benedikt Hafberg, hinn nýi kærasti
barnsmóður Dodda ásamt söngvaranum Valdimar
bætast óvænt við hópinn að horfa á leikinn. Spennan
innan sem utan vallar eykst sem því nemur og úr verður
óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur.
Því líkt utan vallar sem innan þá getur allt gerst í heimi
knattspyrnunnar.
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er sýning fyrir
alla sem elska og hata fótbolta.
Höfundar: Sveinn Ólafur Gunnarsson
og Ólafur Ásgeirsson
Hugmynd: Albert Halldórsson,
Ólafur Ásgeirsson, Viktoría Blöndal
Leikstjóri: Viktoría Blöndal
Leikmynd og búningar: Sólbjört Vera Ómarsdóttir
Tónlist: Valdimar Guðmundsson
Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir og Juliette Louste
Sviðshreyfingar: Erna Guðrún Fritzdóttir
Leikarar: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson,
Starkaður Pétursson, Sveinn Ólafur Gunnarsson,
Valdimar Guðmundsson
Leiksýningin Innkaupapokinn
er vefur sem
leikhópurinn Kriðpleir spinnur umhverfis veröld
Elísabetar
Jökulsdóttur og leikrit hennar „Mundu töfrana“. Í verki Elísabetar, sem hún
skrifaði
fyrst árið 1992,
leita Ella og Trúðurinn bróðir hennar að „Barninu“ til þess að færa því tár
svo það geti
syrgt pabba sinn og haldið áfram eigin tilveru. Handritið hefur verið hálfgert
olnbogabarn í
íslensku leikhúsi í rúmlega 30 ár og aldrei ratað á svið þrátt fyrir þrotlausar
tilraunir
höfundar og stöðug endurskrif. En í kjölfar þess að Ragnar Ísleifur Bragason,
meðlimur í
leikhópnum Kriðpleir frétti af þrautargöngu Elísabetar hefur ný von kviknað því
Ragnar vill óður
og uppvægur koma Elísabetu, frænku sinni, til bjargar með hjálp félaga sinna úr
leikhópnum. Sumir gætu sagt að þetta væri eins og að fara úr öskunni í eldinn.
Það er að minnsta kosti ekki vandræðalaust að lífga við gamlan galdur …
Leikhópurinn
Kriðpleir er einn af virkari hópum íslensku sviðslistasenunnar. Hópurinn
hefur samið um
tug verka fyrir leiksvið og útvarp, sýnt þau innanlands sem utan og hlotið
Þú virðist vera með fleiri en einn vafraglugga-eða flipa opinn, miðarnir í þessum glugga eru ekki lengur fráteknir. Smelltu á "OK" til að leita að nýjum miðum.
Þú getur fært sætin þín með því að smella á takkann "Færa sæti". Þegar þú hefur fært sætin smellir þú á "Halda áfram" takkann til þess að staðfesta breytinguna eða X-ið efst til að hætta við.
Þessi viðburður er seldur með samfélags fjarlægðar mörkum svo kerfið mun velja bestu mögulegu sætin fyrir þig með tilliti til samfélags fjarlægðar á milli hópa.
Smelltu á ný sæti takkann efst í hægra horninu til að færa sætin þín til í salnum (þú færð sjálfkrafa bestu lausu sætin í völdu verðsvæði).
Smelltu á laust sæti til að færa öll sætin til í salnum.
Smelltu á laust sæti til að velja eitt sæti í einu. Þegar þú hefur valið sæti getur þú skipt um miðagerð með því að smella á nafnið í körfunni og velja nýja miðagerð. Sumar miðagerðir krefjast þess að þú veljir fleiri en eitt sæti.
Smelltu á ný sæti takkann efst í hægra horninu til að færa sætin þín til í salnum (þú færð sjálfkrafa bestu lausu sætin í völdu verðsvæði).
Ekki má skilja eftir stakt laust sæti við hlið þeirra sem þú velur.