Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Ekki missa af hinni margverðlaunuðu söngleikjamynd CHICAGO á geggjaðri Föstudagspartísýningu 20. september kl.20:00 – eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Sögusvið myndarinnar er Chicago í kringum 1920, áfengið flæðir og djazzbúllur eitra hugi borgarbúa. Roxie Hart (Renée Zellweger) er húsfrú sem hefur stóra drauma um að slá í gegn það sem djazzsöngvari og verða stjórstjarna eins og Velma Kelly (Catherine Zeta-Jones). Kaldhæðni örlaganna leiðir til þess að þær lenda í sama fangelsi, Roxie fyrir að drepa hjásvæfu sína og Velma fyrir að myrða systur sína og eiginmann. Illt er í efni, og einungis einn lögmaður í allri Chicago getur sýknað kvenmorðingja eins og að drekka vatn - Billy Flynn (Richard Gere), konungur réttarsalarins. Velma og Roxie berjast um hylli Flynns og hylli almennings.