Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Ekki missa af heillandi og hugmyndaríkri túlkun leikstjórans Neil Jordan á hinni tímalausu klassík "Rauðhettu og úlfinum“ og dæmisögum um varúlfa - upplifðu THE COMPANY OF WOLVES á nostalgískum Svörtum Sunnudegi 15. september kl.20:00 í Bíó Paradís!

Hin unga Rosaleen dreymir um þorp í myrkum skógi, þar sem amma segir forvarnarsögur um saklausar meyjar sem láta freistast af úlfum sem eru loðnir að innanverðu. Munu úlfarnir kannski koma á eftir Rosaleen er hún þroskast frá stúlku yfir í unga konu? Byggt á ævintýrum Angela Carter og aðlagað að kvikmyndaforminu af höfundinum sjálfum.