Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Þegar hin feimna 16 ára Lisa fær sér afleysingastarf í stórri verslunarmiðstöð í Sydney í upphafi sumars 1959, kynnist hún hóp kvenna sem gangast undir nafninu “dömurnar í svörtu”. Heilluð og undir áhrifum Magda, kraftmikilli stýru hátískudeildarinnar, ásamt aðstoðar söludömunum Patty og Fay, opnast augu Lisa fyrir nýjum heimi sem er fullur af tækifærum. Á meðan hún þroskast frá bókaglaðri skólastúlku í glæsilega og jákvæða unga dömu, munu áhrifin sem þær hafa á hvor aðra breyta lífi þeirra allra.

Ladies in Black er heillandi og kærleiksríkt gaman-drama sem er leikstýrt af hinum tvöfalt Óskarstilnefnda® leikstjóra Bruce Beresford, sem færði okkur bæði Driving Miss Daisy og  Mao’s Last Dancer, og er sagan byggð á metsölubókinni THE WOMEN IN BLACK eftir Madeleine St John.

Frumsýnd 19. júlí með ensku tali en án texta í Bíó Paradís – EINGÖNGU sýnd í takmarkaðan tíma!!!