Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Ekki missa af HOW TO LOSE A GUY IN 10 DAYS á geggjaðri Föstudagspartísýningu 6. september kl.20:00 - eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Auglýsingamaðurinn Banjamin Barry (Matthew McConaughey) á í samkeppni við tvær samstarfskonur sínar, um stóran samning við demantasala. Hann veðjar við þær um að ef honum tekst að fá konu, að þeirra vali, til að verða ástfangna af sér innan 10 daga, þá fái hann samninginn við demantafyrirtækið. Andie Anderson (Kate Hudson), sem er blaðakona að skrifa grein um hvernig maður fælir frá sér strák á 10 dögum, eftir veðmál við yfirmann sinn, svo hún fái að skrifa veigameiri greinar í blaðið, kemur nú til sögunnar. Bæði hafa eitthvað að fela, en mun annað þeirra ná að vinna veðmálið?