Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Ekki missa af Tom Hanks og Meg Ryan í leit að sannri ást í hinni æðislega rómantísku gamanmynd SLEEPLESS IN SEATTLE á frábærri Föstudagspartísýningu 23. ágúst kl.20:00! Eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Hvað ef einhver sem þú hefur aldrei hitt, einhver sem þú hefur aldrei séð, einhver sem þú hefur aldrei þekkt væri eini rétti sálufélaginn fyrir þig? Ekkillinn Sam dregst óvænt inní atburðarás er sonur hans kemur honum á framfæri í spjallþætti í útvarpinu, sem nær athygli blaðakonu í hinum enda landsins.

Sam Baldwin (Tom Hanks) missir eiginkonu sína Maggie og í kjölfarið flyst hann búferlum frá Chicago til Seattle ásamt syni þeirra Jonah í tilraun til að hefja nýtt líf. Átján mánuðum síðar hefur ekkert breyst og Sam er ennþá í ástarsorg og Jonah verður örvæntingarfullur eftir fá nýja konu inn í líf þeirra feðga til að breyta ástandinu. Það fer svo að Jonah sannfærir pabba sinn um að opna hjarta sitt í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti á aðfangadagskvöld - Sam slær óvænt í gegn er hann hittir þúsundir kvenna í hjartastað með frásögn sinni af fallegu ástarsambandi hans og Maggie. Einn þessara hlustenda er blaðakonan Annie Reid (Meg Ryan) sem býr í Baltimore í hinum enda landsins, hún heillast af ástarsögu Sam sem virðist vera í klassískum Hollywood stíl, því skrifar hún bréf til hans í sannfæringu yfir því að örlög þeirra séu að hitta hvort annað.

Því miður eru bara tvær hindranir í veginum: Annie er trúlofuð öðrum manni, og Sam veit ekki - ennþá - að þau eru sköpuð fyrir hvort annað.