Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

Sýnd með enskum texta allt sumarið 2019!

Frá leikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni kemur ein ástsælasta víkingamynd allra tíma sem farið hefur sigurför um heiminn og heillað gagnrýnendur og eignast aðdáendur víðs vegar. Myndin fjallar um hefndarferðalag Gests til Íslands á hæla tveimur víkingum er drápu foreldra hans og tóku systur hans til fanga er hann var drengur.

Gestur hafði sem lítill drengur, séð foreldra sína myrta af fóstbræðrunum Eiríki og Þór. Þeir höfðu einnig numið systur hans á brott með sér. Hún var síðan alin upp sem þræll, en giftist Þór, eftir að hafa eignast með honum sveinbarn. Gesti rennur blóðið til skyldunnar, honum ber að hefna foreldra sinna. Hann fer til Íslands til að fullkomna ætlunarverk sitt og grafa síðan stríðsöxina. En eins og forðum, fylgist lítill drengur með því sem fram fer.