Tix.is

Bíó Paradís

Um viðburðinn

The Cure, sem lengi hefur verið viðurkennd sem ein af bestu live hljómsveitum, stígur á svið á fullkomnu júlíkvöldi 2018 í Hyde Park í London til að flytja lagalista sem fagnar fjórum áratugum af tónlistarsköpun.
Í kjölfarið kemur kvikmyndin "Anniversary 1978-2018" sem er leikstýrt af Tim Pope, langvarandi samstarfsmanni bandsins, en hann fangar þá í glæsilegum myndgæðum. 5.1. hljóðblöndun Robert Smith og Paul Corkett bætir við og fullkomnar þessari stórkostlegu og alltumlykjandi bíóupplifun.
Frá Lovesong til Lullaby, frá Boys Don’t Cry til Burn, frá Fascination Street til Friday I’m in Love, taka Robert Smith og hans ótrúlega hljómsveit – Simon Gallup, Jason Cooper, Roger O’Donnell og Reeves Gabrels – okkur með í töfrandi ferðalag í gegnum tímann.

Upplifðu þessa stórkostlegu tónleika í frábærum hljóð- og myndgæðum fimmtudaginn 11.júlí kl.20:00 í Bíó Paradís - EINGÖNGU ÞETTA EINA KVÖLD!!!