Stórkostleg og grípandi kvikmynd leikstjórans Icíar Bollaín um ævi og feril kúbanska dansarans Carlos Acosta, en myndin byggir á sjálfsævisögu hans NO WAY HOME – A CUBAN DANCER’S STORY sem fjallaði um uppvöxtinn á Kúbu, það að verða dansari, flutningnum til London og sambandi hans við föður sinn, fjölskylduna og heimalandið. Carlos Acosta er fyrir löngu síðan orðinn lifandi goðsögn í dansheiminum og var meðal annars fyrsti svarti listamaðurinn til að dansa mörg hver af mikilvægustu og frægustu hlutverkunum í balletheiminum, þar á meðal sem Rómeó í uppfærslu Konunglega balletsins í London.
Eingöngu sýnd með ENSKUM texta allt sumarið 2019!
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 |